Nýir tímar - 21.12.1939, Blaðsíða 3

Nýir tímar - 21.12.1939, Blaðsíða 3
NYIR TÍMAR Fimmhidagiirm 21. desember 1931». Upplausn franska Kommúnisfatlokksins Eftir frétiaritara Góteborgs Handels og Sjöfarts- tidning í París, Victor Vinde- „Hin iranska deild hins komm- únistiska alþjóðasambands”, eins og kommúnistaflokkurinn kallaði sig með smávægilegu yfirlæti, hefur nú lognast út af. Flestir forystumennirnir eru eins og stendur í betinnarhúsi fyrir það að reyna að sundra baráttuþreki Frakka með því að undirrita á- varp fyrir Stalin þess efnis að Vesturveldin berðust fyrir stór- veldissinnaðri heimsdrottnun, en Stalin og Hitler væru saklausir friðarvinir. Að þessu stóðu þeir allir, hinn bláeygði og ljóshærði Maurice Thorez með ættjarðarástina á vör- unum, hinn tryggi Stalinsinni - Jaques Duclos, André Marty og Marcel Cachin. Saga Kommúnistaflokksins í Frakklandi er hörmuleg. Á síðari árum hafa menn oft látið orð um það falla, að áhrifum frá Stalin sé um að kenna, að komm- únistarnir séu svo þægt verkfæri fyrir heimsdrottnunarstefnu Sov- étrikjanna. En menn ættu að rif ja upp alla brottrekstrana og leið- réttingamar á „villunum” innan flokksins frá því löngu áður en Stalin hófst til valda. Moskva sendi áður böðla sína á flokks- þingin, og þar lásu þeir misk- unnarlaust dauðadómana yfir beztu mönnum flokksins. Komm- únistamir í hverju landi Evrópu voru neyddir til þess að fylgja öllum stjórnmálasveiflunum aust- ur í Moskva. Enginn flokkur í vesturlöndum Evrópu hefur slitið út eins mörgum fomstumönn- um og kommúnistaflokkurinn. Sumir þeirra hafa verið reknir fyrir að vera „tækifærissinnaðir” aðrir fyrir að vera „mensjevikar” eða „sósíalfasistar”, ellegar þá leiguþý Leo Trotskis. En það er sannast mála, að þessir leiðtogar hafa bara ekki verið nógu liðugir, að snúast eftir vindinum í Kreml, eða hafa ekki viljað verða við þeim óskum valdhafa Sovétríkj- anna að reka fyrir þá hernjósnir í ættlandi sínu. Þegar skipanir hafa borizt frá Moskva, hefur meirihluti flokksins undantekningarlaust beygt sig og hlýtt. Fyrst var fyrirskipaður á- róður gegn hverskonar hervaldi. Frönsku leiðtogarnir hömuðust þá af öllum kröftum gegn hinu „hemaðarlega brjálæði” (þetta var nú meðan vígbúnaðurinn var minnstur og friðurinn öruggast- ur). Eftir Eftir Rapollo-samdrátt- inn milli þýzku og rússnesku stjórnanna var fyrirskipað að skera upp herör gegn Versala- samningunum og Poncaré, sem nú um hríð var talinn ábyrgur fyrir því að hafa hleypt af stað styrj- öldinni miklu. Jafnfram fyrirskip- uðu leiðtogar Sovétríkjanna, sem sjálfir stunda miskunnarlausa þjóðakúgun í Turkestan, Armen- íu og Ukrainu, miskunnarlausan áróður gegn „ránsferð frönsku stórveldissinnanna í Marokkó” en nýlendustjórn Frakka þar þykir hafa tekizt betur en alstaðar annarsstaðar. öllu þessu var vandlega gleymt. eftir að franskur forsætisráð- herra, sem hét Pierre Laval, tók I sér einn góðan veðurdag ferð til ' Moskva og talaði þar nokkur trúnaðarorð við Jósef Stalin í einrúmi. Þetta var árið 1935. Þeir herramir undirbjuggu vináttu- sáttmála milli Sovétríkjanna og Frakklands. Laval, sem þekkti þjónslund kommúnistanna í Frakklandi, heimtaði af Stalin, að hann léti þá breyta afstöðu sinni. Stalin gerði þeim boð um að Sov- étríkjunum væri það haganlegt að Frakkland hefði aukinn her. Næsta dag steyptu spámennim- ir í L’Humanité stömpum í þessu máli. Herinn, sem þeir höfðu áður spottað við hvert hugsanlegt tækifæri, var nú allt í einu orðinn heilagur í augum þeirra. „Her- mennimir okkar”, sagði L’Hum- anite. Næst var að gera þessa tindáta Sovétlýðveldanna brennandi af ættjarðarást. Þá fyrirskipaði Stalin þeim að taka upp bar- áttu gegn fasismanum og setja upp lýðræðisgrímu. Krafan um alræði öreiganna var nú ekki lengur á dagskrá, og nú var ástin ekki öll helguð verkamönnum og bændum, heldur fengu smáborg- ararnir ofurlitla hlutdeild í henni líka -— jafnvel smákaupmennimir og var meðal þeirra stofnað til kommúnistiskra samtaka til vam- ar gegn heildsölunum . Eftir kosningasigur Alþýðu- fylkingarinnar komust kommún- istarnir i stjórnaraðstöðu. Þá reyndi á þá Thorez og Duclos að temja þá óstýrilátustu. Nú skyldu þeir umfram allt sýna skoðana- andstæðingum umburðarlyndi.Þeir skyldu klappa fyrir lýðræðissinn- uðum borgara, sem kom í ræðu- stólinn á fundum, þeir skyldu láta fagnaðarlátum, þegar „fé- lagi” Blum kæmi í ræðustólinn. Thorez og Duclos söfnuðu fylgis- mönnum sínum á stórfundi til þess að láta þá syngja franska þjóðsönginn. Franski þjóðsöngur- inn er byltingarsöngur, sagði Thorez. Þetta gekk erfiðlega í fyrstu og eiginlega náðu „félag- arnir” ekki andanum fyrr en þessu erfiða prógrammsatriði var lokið og þeir máttu taka upp Indternationalen. En það tókst nú að fylgja dagskránni samt. Thorez og Duclos gættu þess að við öll hátíðleg tækifæri væru hin þjóð- legu tákn í heiðri höfð, og þeir stóðu með tilhlýðilegan andaktar- svip undir trumbuslætti hersins og tóku djúpt ofan fyrir þjóðfán- anum. Svo kom ágreiningur um af- stöðu til utanríkismála og fyrst um Spán. Nú var hætt að hylla „félaga Blum” og klappa fyrir borgaralegum ræðumönnum. Þar á eftir voru Miinchen-dagarnir og þá linnti ekki ádeilum á Daladier og Chamberlain fyrir að þeir stæðu í þjónustu Hitlers og með því væru þeir að steypa álfunni í strð. Þegar 'Þjóðverjar tóku Czeko- slóvakíu að fullu í marz sl. vetur ,tóku frönsku kommúnistarnir eðlilega þenna þráð upp að nýju. Eftir það báru þeir allra manna fastast fram kröfuna um, að Pól- verjar væru studdir til að halda aðstöðu sinni í Danzig og pólsku göngunum. 1 allt sumar voru þeir ákveðnir á þeirri „línu”. Hvenær sem einhver orð féllu í Bretlandi í þá átt að leitað væri samkomu- lags í þeirri deilu, var það misk- unnarlaust dæmt sem svik. Jafn- fram var franska stjómin brýnd til þeös að flýta sér að undirrita samninga við Rússland. Á þann eina hátt, sögðu leiðtogar kommúnista, er hægt að fyrir- byggja þýzka árás á Pólland. Um hitt var vandlega þagað, að Stal- in krafðist þess að fá óbundnar hendur í báltisku löndunum og | finnska flóanum og að brezka og franska stjórnin hikuðu við svo svívirðileg hrossakaup. Við verðum að berjast vegna Póllands, fyrir pólsku göngin og Danzigl Við verðum að berjast gegn Hitlerstjórninni í Þýzka- landi! Slík voru heróp kommún- ista í Frakklandi 1939! En svo kom þýzk-rússneski sáttmálinn. Stalin varð þreyttur á því að biðja Frakkland og Eng- land um að mega í vinsemd og friði kúga Eistland, Lettland og Lithauen og setja þar upp bæki- stöðvar fyrir her sinn. Hann samdi því um þetta við herra von Ribbentrop. Louis Aragon heitir 'maðui' Hann var áður kunnur sem skáld) en er nú aðalritstjóri kommún- istisks síðdegisblaðs hér í París Hann hafði í heilt ár deilt á upp- gjöfina í Munchen og krafizt þess að ruddalegur yfirgangur Hitlers- stjómarinnar væri stöðvaður með vopnavaldi. Honum kom fréttin um tryggðasáttmálann óvænt, og í fyrstu vissi hann ekki sitt rjúk- andi ráð. En hann er máður fljót ur í viðbrögðum og áður en varði var því líkast sem yfir hann kæmi heilagur andi, og honum varð þetta allt ljóst: Sovétríkin höfðu leikið þarna snjallan leik í tafli til þess að bjarga friðnum og Pól- landi. Stalin hafði sundrað and- kommúnistisku samtökunum brotið Berlín-Róm öxulinn. Japan Italía og Ungverjaland mundu nú' lofa Hitler að róa einum á báti Svo væri Jósef Stalin fyrir að. þakka. Svo liðu stundir fram. Næstu daga hófst ófriðurinn, þar á eftir gerðu Rússar herhlaup sitt inn í Pólland og skiptu því bróðurlega með Þjóðverjum. Síðan kúguðu þeir baltisku löndin og settu Finn- um kostina. Þá sendu kommúnist- isku leiðtogarnir í Frakklandi út friðarávarp! Nú var ekki lengur talað um að stöðva ruddalegan yfirgang Hitlersstjórnarinnar með vopnavaldi, heldur um nýja Múnchen-uppgjöf. Ekki blóðsút- hellingar sögðu þeir. Nú var písl- arsaga Czekoslóvakíu gleymd gleymd var krafan um baráttu fyrir rétti Póllands til Danzig og pólska hliðsins, gleymd var kraf- an um rétt og sjálfstæði smáþjóð- anna — allt gleymt ,sem áður var heilagt. Og skýringin á þessu er einföld: Þeir höfðu fengið ný fyr- jrmæli frá Moskva á þessa leið: Tegundír af brennsluolium: BENSÍN SUNNA J0TUNN V. O, SÓLAROLÍA DlESELOLlA DIESOLEUM M1ÐST0ÐYAROLÍA Úrvalsgasdí — Allfaf söm Allar algengar fegundír af Vacnnm smurníngsolíum. Réffar tegundír á allar vélar. (Sölufélag fyrir An$lo~Iranían Oíl Co., Ltd. o$ adalsalar fyrír Vacuum Oíl Co.). 'Hverjum verkamanni ber að berj- ast. gegn stríði og stórveldastefnu Sovétrikin og Þýzkaland vilja friö, þar sem nú er lokið óréttlæti Versalasamninganna. Sovétríkin og Þýzkaland vilja ekki fórna lífi saklausra manna, vilji ekki láta vopnaverksmiðjurnar segja fyrir verkum í pólitík Evrópu og vilja ekki vera sendisveinar fransk- brezkrar stórveldastefnu og auð- valds! En eftir alla þessa pólitísku snúninga franskra kommúnista, var ekki unnt að telja nokkrum heilskyggnum manni trú um að i þeir ættu snefil af arfi eftir I Robespierre, Danton eða Marat og aðra leiðtoga frönsku bylting- arinnar. Menn sáu að þeir voru bara þjónar Jósefs Stalins. Svo var flokkurinn bannaður og eign- ir hans gerðar upptækar, án þess að þessi flokkur, sem fyrir stuttu var öflugasti kommúnistaflokkur utan Rússlands, reyndi að koma nokkrum vörnum fyrir sig. Bann- ig á flokknum var í reyndinni þarflaust, því að hann var í al- gerri upplausn. Jafnvel verstu grunsemdii-nar um hann reyndust allar réttar. Leiðtogar hans höfðu lifað á styrkjum frá Moskva og voru ekki annað en blind og vilja- laus verkfæri erindreka Sovét- Rússlands.

x

Nýir tímar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýir tímar
https://timarit.is/publication/712

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.