Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 38

Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 38
132 MORGUNN gulmáluð stafnþil í iðgrænu túni. En svo varð honum litið á Dalsbjargsbrúnina, austur frá bænum, og var eggin kolsvört og skuggaleg að sjá og skaut hún honum óljósum skelk í bringu. Helgi spurði hvernig honum litist á nýja dvalarstað- inn, og svaraði Sigurður hikandi, að hér væri staðarlegt heim að líta, „en brúnin á dalnum er óþolandi esp.“ Helga þótti svar drengsins undarlegt og skildi það ekki, og Sigurður gat þá ekki útHstað það nánar. Nú leið og beið og var útengjasláttur byrjaður fram á Inn- dalnum. Þá var rigningatíð. Kýrnar héldu sínum vana að láta leita að sér á hverju kveldi. Eftir einn rigningardaginn fór Sigurður holdvotur að leita þeirra. Skyggni var slæmt og varð hann að fara víða og kom ekki heim með þær fyrr en klukkan tvö um nóttina. Guðrún vinnukona beið eftir honum og var nú í illu skapi og húðskammaði hann fyrir leti og ómennsku. Sigurður svaraði henni engu. Hann var skjálfandi af kulda og flýtti sér heim og inn í baðstofu. Ætlaði hann að snarast sem fyrst úr bleytunni og komast upp i mjúkt og volgt rúmið. En rétt í því að hann byrjar að rífa af sér blautu fötin, sá hann bregða fyrir hjá rúmgaflinum hryllilegri mynd af mannshöfði. Var andHtið nábleikt og teygt, eins og það væri afmyndað af óstjórnlegum kvölum. Við þessa sýn greip Sigurð geigvæn hræðsla, svo að hann hentist í loftköstum aftur að gaflaði baðstofunnar og faldi hann sig i skoti sem þar var. Þar áttaði hann sig að nokkru, herti upp hugann og gekk aftur að rúminu. En þar blasti við honum sama afmyndaða andlit- ið sem áður og jafnvel enn hræðilegra en fyrr. Sigurður hent- ist. þá í ofboði aftur í skotið og beið þess þar skjálfandi og titr- andi af kulda og hræðslu, að Guðrún kæmi inn, en þá hugs- aði hann sér að komast í rúmið hundanna, sem var aftan við rúm Guðrúnar, þvi að þar myndi hann hafa næga hlýju af hundunum. Þegar Guðrún kom inn, hóf hún þegar að afklæðast. Þá skreiddist Sigurður fram úr skotinu, og er hún sá hann, féll- ust henni fyrst orð og hendur af hræðslu. Þegar hún sá hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.