Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 40
134 MORGUNN Við húskveðjuna hafði Einar bróðir Sæmundar leikið á orgelið og hann var sá eini, sem gripið hafði í það síðan Sig- urður heyrði orgeltónana nóttina góðu. Húsráðendur í Laxárdal voru þá Sæmundur Einarsson og festarkona hans Margrét Sveinbjarnardóttir. Þar voru í heim- ili Rannveig móðir Sæmundar, „og var ætíð eins og ljós, hljóð °g rólynd.“ Um Sæmund sagði hann að hann hefði reynst sér sem besti bróðir, en Margrét hefði verið sér „sem indæl- asta móðir.“ Hjón, sem höfðu flosnað upp frá búskap, voru þama í vinnumennsku. Hét konan Guðrún Jónsdóttir, en mað- urinn Jónas Jónsson. Þarna var líka annað veifið dóttir þeirra, er Guðrún hét og geðjaðist Sigurði vel að henni, en miður að foreldrum hennar. Húsakynnum lýsti Sigurður þannig: I sérstakri stofu hafði Rannveig aðsetur sitt. Þar var orgel og sagði Sigurður að það hefði verið mestu unaðsstundir sínar er hann sat þar, og Sæ- mundur lék á orgelið og söng. Aftur af þessari stofu var bað- stofan og þar svaf allt hitt heimilisfólkið. Tveir litlir hliðar- gluggar voru á baðstofunni, en þó var hún nógu björt. Þar inni voru fjögur rúmstæði. I innra rúminu vinstra megin svaf Margrét, svo var rúm Sæmundar og hjá honum svaf Sigurður. 1 innra rúminu hægra megin sváfu þau hjónakomin Jónas og Guðrún, en rúmið aftan við þau var ætlað hundunum, en þeir voru tveir. Nú leið fram að túnaslætti. Þá smiðaði Sæmundur forláta hrífu handa Sigurði, og fannst honum nú sem hann væri maður með mönnum. Þegar fór að verða skuggsýnt á kvöld- in, kom það i hlut Sigurðar að sækja kýrnar, því að þá hættu þær að koma heim sjálfkrafa. Varð Sigurður oft að leita að kúnum, einkum ef þoka var og illviðri, og kom þá stundum ekki heim með þær fyrr en komið var fram yfir háttatima. Guðrún Jónsdóttir varð þá að vaka eftir honum, því að hún átti að mjólka kýrnar. Var hún þá jafnan óblíð á manninn, er henni þótti hann koma seint. Nú var það eitt kveld, að honum gekk illa að finna kýrnar, en þegar hann var kominn með þær heim undir bæ, sá hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.