Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 18

Morgunn - 01.12.1979, Side 18
96 MORGUNN fyrir. Og ef til vill liggur útskýringin í þvi, að hér eigi sér stað viðbrögð, sem eigi rætur sínar í sambandi í fyrra lifi. 1 bók sinni, THE INPRISONED SPLENDOUR, tekur ástr- alski háskólarektorinn og eðlisfræðingurinn Raynor Johnson tvo vini sina sem dæmi þessu til stuðnings. Hann segir þar: Ég mun kalla eiginmanninn A, en konu hans B. Þegar þetta er skrifað eru þau bæði miðaldra og framúrskarandi siðfáguð, vitur og góð hjón. Hann gegnir mikilvægu hlutverki sem for- stjóri kaupsýslufyrirtækis, þótt aðaláhugamál hans séu heim- speki og mikilvægustu spursmál um listina að -lifa rétt. Hún er siðfáguð kona, sem á yngri árum bjó yfir miklu sálrænu næmi og hefur orðið fyrir ýmis konar dulrænni reynslu. Segir hún, að allt frá æsku hafi hún vitað, að hún myndi eftir langa bið finna einhvern, sem ætti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir líf hennar. Hún lýsir því með þessum orðum: „Það var eins og þetta brytist allt í einu upp úr undirvit- undinni, engu líkara en einhver rödd fullvissaði mig um það, að enginn þeirra sem ég þá átti að vinum eða umgekkst hefði neina þýðingu fyrir framtíð mína. En ég skyldi bíða eftir sam- bandi, sem yrði mjög mikilvægt. Og ekki eingöngu að ég yrði að bíða heldur hlyti ég að biða mjög lengi“. Hálffertugur kom svo A frá útlöndum og kynntist henni í- opinberu samkvæmi i fyrsta sinn. Báðum var þegar ljóst, að þessi kynning var mjög mikilvæg fyrir þau bæði. En einu eða tveim árum áður en þau kynntust varð hún fyrir mjög undarlegri reynslu i vakandi ástandi. Hún segir frá því með þessum orðum: „Ég komst allt í einu úr sambandi við umhverfi mitt og fannst ég vera á öðrum stað og í öðrum tíma. Það kynni að vera Bretland á miðöldum eða eitthvert land í Norður-Evrópu. Ég lá í rúmi og vissi að ég var að dauða komin. Ég hafði fætt barn, sem ég vissi að ég myndi aldrei fá augum litið. Herbergið var mjög stórt. Á nokkrum hluta var þar moldargólf. Rúmið, sem ég lá í, var á upphækkuðum palli nálægt dyrunum. Ég heyrði mikinn ys og mannamál fyrir utan. Ég vissi að eiginmaður minn var þar og að hann var að leggja af stað í

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.