Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 42

Morgunn - 01.12.1979, Side 42
120 MORGUNN hennar hjónin Eileen og Robert Ison, tóku á móti hópnum. Var skoðuð hin fræga kapella, þar sem gat að líta hið fræga málverk Rúbens af hinni „heilögu fjölskyldu", en það er metið á tvær milljónir sterlingspunda. Háskólinn frægi og margar byggingar hans voru skoðaðar. Kvöldið var helgað Islandi — öðru sinni á þessu móti. I þetta skiptið var það Guðmundur Einarsson, verkfræðing- ur, fyrrverandi forseti Sálarrannsóknafélags Islands, sem hélt erindi, sem hann kallaði: „Framtíð alþjóðlegra sálar- rannsókna“. Hóf hann mál sitt með því að ræða út frá spurningunni: „Hvers vegna skal það vera spíritismi?“ Sömuleiðis ræddi hann um persónulega reynslu við sálrænar rannsóknir. Þá minntist hann á framtíð sálarrannsókna á alþjóðlegum vett- vangi og kom víða við. Síðast kom hann við það efni, sem virtist lyfta áhejrrend- um upp úr stólunum, svo spenntir urðu þeir, en það efni mætti orða: „Listin að lifa lífinu á réttan hátt“. Er það hlut- ur, sem allir þekkja, en svo margir gleyma hversdagslega. Var erindi Guðmundar Einarssonar mjög vel tekið. Heyrði ég það á tali manna á milli á eftir, að þeir undruðust, hve víða heima á sviðum sálarrannsókna ræðumaður væri, en sú staðreynd endurspeglaðist i gegn um erindi hans. Það er sanna, að Guðmundur er heill hafsjór af fróðleik um hin óskildustu efni á sviði sálarrannsókna. Og stálminni virðist hann hafa. Fimmti dagur seinni starfsviku hófst með kennsluerindi frú Eileen Roberts, sem hún kallaði „Sálrænt: eða huglægt næmi“ og hvemig hjálpa skal öðrum að þróa það. Frúin er Islendingum að góðu kunn, því hún kom til Islands í nóvem- ber á sl. ári og starfaði að námskeiðum á vegum Sálarrann- sóknafélags Islands, um þriggja vikna skeið. Eftir hádegisverð hélt Tom Johanson fyrirlestur, sem kalla mætti „Hugveiki — Lækning“. Var fyrirlestur hans mjög athyglisverður og ætti skilið að vera gerð sérstök skil með því að birta hann i heild. Innihald skoðana hans er, að fjöldi

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.