Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Blaðsíða 76

Morgunn - 01.12.1980, Blaðsíða 76
170 MOKGUNN Nákvæm athugun var gerð á öllum viðburðum stórum og smáum, talað við vitni, álits leitað hjá fagmönnum og sér- fræðingum sem gátu skorið úr vafaatriðum t. d. um bygg- ingu hússins, rafmagn, jarðlög og margt þess háttar sem máli skipti. Vitanlega þarf að kanna gaumgæfilega hinn mannlega þátt og óvissu, þegar um reimleika er að ræða: Er prakkar- inn lifs eða liðinn? Eru hin óskýrðu fyrirbæri viljaverk eða óbeisluð öfl i tengslum við dulargáfu nærstaddra? Best er að vera vel á verði, en bót er í máli að rannsóknamenn æfast í að sjá við prettum og hafa fáir með brögð í tafli hlotið frama fyrir tilstilli bandariskra sálarrannsóknamanna. Ekki skal hér endurtekin i smáatriðum frásögn Osis og Mc- Cormick af dularfullum atburðum í húsinu gamla og leit þeirra að ósýnilegum uppruna þeirra, en í lokin mátti full- yrða, að reimleikarnir væru ekki sök neins í nánd, einhvers sem ætti heima á staðnum. Böndin hárust að látnum manni og þá helst konu nokkurri, sem dó fyrir 30 árum og hafði á sínum tima búið í húsinu alla sína ævi. Ótal margt fleira bar á góma á títtnefndu vísindaþingi sér- fræðinga um dulræn efni og fóru fram umræður um margs kyns rannsóknir, aðferðir og varúðarráðstafanir gegn „venju- legri“ skynjun, um tölfræðilega útreikninga, mikilvæg hug- tök svo sem lilviljun og orsakasamhengi og margt fleira. Að lokum skal þess getið, að ráðstefnuna sótti ungt fólk sem gamalt, misjafnlega skapi farið og forvitið eins og gengur og gerist, sumir jarðbundnir, en aðrir seilast lengra i leit sinni. Dulræn fyrirbæri eru og verða dularfull enn um sinn, en þau eru í augum þessa fólks fyrst og fremst heillandi vísinda- legar ráðgátur. Hafa skal i huga að margt sem við álítum hversdagslegt er i rauninni kynlegt, þegar staldrað er við og furðað sig ó því. Má þar nefna „venjulega" skynjun, sem er verkefni lifeðlisfræðinnar, og sjálfsvitund mannsins, sem ger- ir þann sem þetta les og raunar hvern og einn að dular- fyllstu verunni í veröldinni — en það er önnur saga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.