Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 8

Morgunn - 01.06.1981, Page 8
JAKOB JÖNSSON DR. THEOL. SKILNINGUR FRUMKRISTNINNAR Á „YFIRNÁTTÚRLEGUM“ ATBURÐUM (Fyrirlestur á jundi Sálarrannsóknafélags íslands 11. desember 1980). Það er sannarlega ekki auðvelt að flytja fyrirlestur um það efni, sem hér hefir verið tilkynnt, skilning fornaldarinnar á yfirnáttúrlegum atburðum. Fornöldin var í svo mörgu fjar- læg hugsunarhætti tuttugustu aldarinnar, heimsmyndin önnur og umhverfi mannsins annað en það, sem við eigum að venjast. Og fornöldin bjó yfir mikilli fjölbreytni í hugsun, ekki síður en okkar eigin öld. Aður en við snúum okkur að spurningunni, sem fyrir liggur, um skilning fornaldarinnar á yfirnáttúrlegum atburðum, verð- um við að reyna að gera okkur ljóst, hvað átt er við með yfir- náttúrlegum fyrirhærum. Að hvaða leyti þau eru aðskilin frá hinu náttúrlega. Við, sem nú erum komin á efri ár, höfum lært að miða við raunvísindin, sem svo eru nefnd. Það, sem er raunvísindalega rétt, er náttúrlegt. En hvernig komast raunvísindamennirnir að sínum niðurstöðum? T fyrsta lagi gera þeir tilraunir og athuganir á einstökum fyrirbærum og reyna að finna sambandið milli þeirra og skilyrðin, sem þau eru háð. Síðan eru fyrirbærin sett í kerfi eða stærri heildir, og þegar talað er um að skýra eða útskýra fyrirbæri, er ein- faldlega átt við, að hægt sé að setja það í samband við eitt- hvað annað og fá þvi sinn stað i kerfinu. Raunvísindamenn hljóta þó að gefa sjálfum sér eina forsendu, sem við getum kallað heimspekilegt trúaratriSi, en hún er sú, að tilveran

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.