Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 11

Morgunn - 01.06.1981, Page 11
SKILNINGUR . . . 9 birtingu framliðins manns, sýnum eða röddum, englum eða öndum, hver verða viðbrögð hans við slíkri fregn. Hann mið- ar fyrst og fremst við náttúrulögmálin, eins og hann þekkir þau í efnisheiminum. Komast fyrirbærin inn í kerfið, hug- arheiminn, heimsmyndina? Ef svo er ekki, um hvaða kosti er að velja? Segjum, að hann geti skýrt sumt af þessu út frá þekktum náttúrulögmálum eða sálfræðilegum lögmálum. Þá hætta fyrirbærin um leið að verða yfirnáttúrleg í hans aug- um. Sé hann harður natúralisti af gamla skólanum, getur hann einnig farið aðra leið. Hann getur sagt sem svo, að fyrirbærið hafi verið náttúrlegt, en annað hvort missýning, misskilningur eða hrein ímyndun hafi gert úr þeim yfirnátt- úrlega atburði. Hann hugsar þá sem svo, að mikið af því, sem gerist eða fram kemur í tilverunni, sé ókannað, eða ekki skýr- anlegt; á þessu stigi málsins, en hann trúir því, að raunvís- indin eigi eftir að koma því inn i kerfið, ef rannsóknum sé haldið áfram, eins og hann gerir ráð fyrir, að til séu stjörnur, sem enn hafi ekki tekizt að koma auga á. Loks getur rannsóknarmaSurinn hugsáS sem svo, aS til kunni aS vera veruleiki, sem áSferSir raunvísindanna ná ekki til. Maðurinn kann að búa yfir skilningarvitum, sem eru annars eðlis en hin náttúrlegu, eins og t. d. skyggnir menn sjá það, sem aðrir sjá ekki. En hvemig svo sem þessu kann að vera varið, verður lokaspurningin ávallt þessi; Er hið yfirnáttúrlega til? Gerist hið yfirnáttúrlega? Hvernig fáum við sannað það eða afsannað? Það var þessi spuming, sem brann í huga sálar- rannsóknamannanna á fyrri hluta þessarar aldar. Og niður- staða sumra þeirra var sú, að ýmsir atburðir gerðust, sem nátt- úrulögmálin næðu ekki yfir, og hlytu að eiga orsök sina og upptök hjá yfirnáttúrlegum verum. Hin svonefnda dulsálar- fræði er rökrétt framhald þeirra rannsókna, sem þessir vís- indamenn höfðu með höndum. Það þarf enginn að vera undr- andi yfir því, þó að aðferðir þeirra og niðurstöður séu að einhverju leyti öðruvisi en liinar fyrri. Það er líklega ekki til sú vísindagrein, sem ekki hefir tekið stakkaskiptum á siðustu áratugum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.