Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Síða 12

Morgunn - 01.06.1981, Síða 12
10 MORGUNN Nú skulum við snúa okkur að fornöldinni. Ég hefi lagt áherzlu á, að skynjun mannsins og túlkun atburða og fyrir- bæra sé háð hugarheimi hans. Efnishyggjumenn geta ekki komið yfirnáttúrlegum athurðum fyi'ir í sínu þekkingarkerfi. En hvernig var hugarheimur fornaldarinnar? (Til að forðast misskilning, vil ég taka fram, að hér á ég við fornöldina, eins og hún lýsir sér í menningar- og trúarsögu þeirra þjóða við Miðjarðarhafið, sem hrundu af stað þeim menningarstraum- um, sem vér erum í snertingu við enn í dag á Vesturlöndum). Eitt af grundvallarhugtökum fornaldarinnar var kosmos, alheimurinn sem reglubundin og lögbundin heild. Um þetta notar ritningin oftast orðin „himin og jörð.“ Andstæða hinn- ar lögbundnu heildar var óskapnaðurinn, kaos, glundroðinn, niðurrifið, hið formlausa. Þessar andstæður birtast meðal ann- ars í sköpunarsögunni í fyrsta kapítula Mósebókar. Þar er myrkrið hið skáldlega tákn óskapnaðarins, þess sem ekki sést og því er í rauninni ekki til. Með Ijósinu er sköpunin hafin, og með því fá hlutirnir form. Hafið, sem hylur allt í byrjun, er einnig tákn og ímynd hins óskapaða, en landið rís úr sænum, heimurinn verður til. Þegar þetta gerist, er Guð að verki. Hann er einn, og tilveran er því undir einu valdi og einni stjórn. Þessi hugsun kemur víða fram í Gamla testa- mentinu og kristnir menn tóku hana að erfðum. I 104. sálmi Davíðs er dásamleg lýsing á því, livemig stjórn Guðs myndar samhengið og regluna í allri tilverunni. En hvernig var þá hinn skapaði heimur í vitund fólksins? Hann var fyrst og fremst himinn og jörð og undirheimar. Þriggja hæða hús með fjölda herbergja. Jörðin var flöt í þá daga, en festingin var þakið yfir jörðinni og myndaði gólfin í himninum. Undir jörðinni var staður hinna dánu, dauða- rikið. Það mun hafa verið sameiginleg hugsun alls almenn- ings, að þeir, sem dæju, væru ennþá til í vissum skilningi, en þó ekki lifandi á þann hátt, sem menn lifðu i jarðheimi. Til eru að minnsta kosti tvö stig í þróun slíkrar trúar. Fyrst eru það bæði góðir menn og vondir, sem gista undirheima, en siðar fara hinir réttlátu að hljóta stað í einhverjum himn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.