Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 19

Morgunn - 01.06.1981, Page 19
SKII.NINGUR . . . 17 því goðsagnakerfi, sem samtíðin bjó við. Goðsögnin var eðlilegur þáttur í hugarheimi fornaldar. Ef til vill finnst sumum ekki viðeigandi að tala um goðsögn í sambandi við Krist. En þó er slikt engin fjarstæða, ef rétt er skilið. Það, sem vér nefnum goðsögn eða „myþu“ er algengt fyidrbæri í öllum trúarbrögðum í fornöld. Um öll lönd voru til sögur um guði eða gyðjur, sem dóu og rísu upp aftur til lifsins. Oftast voru það gróðrargoðin, sem þessi örlög hlutu. Af hverju söln- aði gróðurinn á haustin? Af þvi að sá guð, sem hélt lífi nátt- úrunnar við, hafði verið knúinn til að hverfa niður til dánarheima og hafast þar við um stund. Þegar að þvi kom, að hann risi upp til lífsins að nýju, kom vorið með nýjum gróðri. Þannig var dauði og upprisa á vixl, og goðsagan af hverjum guði gat verið harla fjölbreytileg, en kjarninn hinn sami. Þó var eitt sameiginlegt öllum þessum guðum, sem þannig dóu og risu upp. Þeir áttu sér enga ævi sem jarðneskir menn. Þeir voru ekki tengdir ákveðnu tímabili eða stað eða þætti úr sögu mannkynsins. Goðsagnirnar voru ótímabundnar, nema hvað dauði og upprisa hins sama guðs gerðist á hverju einasta ári, aftur og aftur. Gyðingar voru sérstakir að því leyti, að þeirra guð var ekki þessum hringsveiflum háður. Hann var „lifandi Guð“. En nú voru kristnir menn vottar að því, að Kristur dó og birtist aftur. Hvernig var hægt að koma slíkum atburði fyrir í heimsmynd eða hugarheimi samtíðar- innar? ESlilegast var að skynja dauða hans og birtingu hans út frá góSsögn, sem allir þekktu. Hann hafði stigið niður tíl heljar, þ.e. farið niður í undirheima og risið upp aftur. Munur- inn á þessu og goðsögnunum var þó svo geysilegur, að hann skipti öllu máli. Jesús var ekki ósýnileg persóna í goðsögu- kerfi, heldur lifandi maður, og dauði hans og upprisa sann- sögulegir atburðir, vottfestir af ákveðnum mönnum. 1 gyðingdómnum voru fornar sagnir um menn, sem höfðu stigið upp til himna. Menn gátu séð það fyrir sér, eins og farið væri með einhverjum hætti af neðri hæð hússins upp á loftið, af jörðinni til hinna efstu himna. Nú birtist Jesús eftir dauða 2 L

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.