Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 20

Morgunn - 01.06.1981, Page 20
18 MOUGUNN sinn, og síðast, þegar lærisveinarnir sáu hann, hvarf hann þeim í skýi. Þetta var auðskilið mál, miðað við gamlar goðsagnir og þá mynd af veröldinni, sem allir þekktu. Jesús hafði stigið upp til himna. Þannig var það jafnan, að hinir yfirnáttúrlegu atburðir hlutu merkingu sína við það, að þeir voru settir inn í kerfi hugsunarinnar. Hér læt ég staðar numið. Innan skamms koma blessuð jólin. Guðspjöllin um fæðingu frelsarans eru lesin í kirkjum og heimahúsum. Fæðingin er út af fyrir sig venjuleg barnsfæð- ing. En trúaðir menn skynja i því sérstakt undur og krafta- verk Guðs, að hinn hreini og syndlausi hefir fæðst í heiminn. Menn vildu einnig koma þessu fyrir í hugsanakerfi samtím- ans. Jóhannes skynjaði fæðingu Krists þannig, að guðdómleg vera, Logos, yrði maður meðal manna. Og Lúkas notar goð- sögn um meyjarfæðingu til að skýra, hvernig Guðs heilagi andi og kraftur er að baki hins mikla undurs.* En báðir vilja, hvor fyrir sig, hjálpa okkur til að finna undrið guðdómlega. Stundum er svo að orði komist í guðspjöllunum, að menn hafi undrast yfirnáttúrleg verk Jesú. En það orð, sem oftast er notað, þýðir meira en að verða hissa, - meira en dást að. Þa8 merkir aS finna sjálfan guÖdóminn koma til móts við sig í því, sem gerist. Og það er í raun og veru slík tegund af undr- un, sem gefur bæði náttúrlegum og yfirnáttúrlegum atburð- um fullt gildi. „Verkin, sem ég geri, eru ekki mín, heldur föðurins, sem sendi mig,“ sagði Jesús Kristur. * Ummæli í ritum kirkjufeðranna bera vott um, að ekki trúðu allir i frumsöfnuðinum á meyjarfæðinguna.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.