Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 40

Morgunn - 01.06.1981, Page 40
38 MORGUNN hnöttum, flugvélum, þyrlum, ljósum á ljósastaurum, siglinga- ljósum skipa“ o. s. frv. / þriðja lagi má nefna þó hugmynd, að annað stórveldanna eða bæði séu að gera einhvers konar tilraunir með fjöldasefj- anir með tilstilli örbylgja, hótíðnisegulsviðs o. s. frv. / fjórða og siðasta lagi er sú tilgáta, að um sé að ræða far- artæki frá öðrum hnöttum með einhvers konar vitverum mn borð. Er þá stundum rætt um hamfaraflutning þessara farar- tækja á milli staða. Allar eru þessar ágiskanir um eðli óskilgreindra fyrirbæra í lofti vel þekktar, en það, sem einkum hefur vakið athygli sumra áhugamanna um þessi mál síðustu árin eru hinar fé- lagslegu afleiðingar þessara fyrirbæra. Einn þeirra manna, sem athugað hafa þessa hlið málsins, er franski stjameðlis- fræðingurinn .Tacques Vallee. Heldur hann því fram, að „flug- diskasöfnuðir" austan hafs og vestan séu sumir hverjir orðnir all-öflugir og kunni í náinni framtið að verða viss ógnun við núverandi stofnanir þjóðfélaganna. Segir hann flokka þessa oft einkennast af ofstækisfullum hugmyndum og að þeir telji sig hafa hugmyndafræði sína fró æðri verum - oft við per- sónulegt samband. Hugmyndafræði þessi gengur m. a. út á, að jarðarbúar verði að beygja sig undir alræði æðri vera og undirbúa komu þeirra með vissum hætti - verur þessar muni síðan stjórna jarðarbúum af mikilli visku. Stundum blandast saman við hugmyndir þessar kynþáttastefna, sem felst í þeirri fullyrðingu, að sumii- jarðarbúar séu af „stjarnlegum upp- runa“ og öðrum æðri. Vallee telur, að óprúttin öfl - jarðleg - kunni að nota sér hugmyndafræði þessa og bendir á, að öfl- ugar fjöldahreyfingar hafi óður í sögu mannkynsins hafist með svipuðum hætti. Vallee kennir vísinda- og ráðamönnum um viðgang ofsatrúarflokka þessara. Á hann þar við, að þegar fólk hefur viljað fá skýringu á undarlegum fyrirbærum í lofti, hafa visindamenn og aðrir „óbyrgir" aðilar oftast litið á viðkomandi sem geðsjúkan eða bjálfa. Þessi afstaða hafi svo myndað tómarúm á milli almennra horgara og visinda-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.