Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 42

Morgunn - 01.06.1981, Side 42
DULRÆN REYNSLA BENJAMÍNS F. EINARSSONAR Benjamín F. Einarsson í Reykjavík hefur verið skyggn fra barnæsku. Hann fæddist i Reykjavik árið 1912. Ég ræddi nýlega við Benjamin um reynslu hans á fyrri árum. Hann minntist þess, að hann hefði á æsku- árum sinum ekki nefnt sýnir sinar við neinn fyrr en hann skelfdist eina sýnina. Hann talaði þá við móður sina um það, sem fyrir hann hefði borið. Skilningsrik afstaða hennar varð honum mikill hugarléttir. Þegar þetta gerðist var Benjamin 12 ára gamall. Þegar hann var á þrítugsaldri nutu margir lækningamáttar hans, en hann stundaði lækningastarfsemi i nærfellt 5 ár. Benjamin bjó um skeið i Kanada, en fluttist heim aftur skömmu fyrir strið. Benjamin lagði siðan ekki skipulega rækt við dulargéfur sínar, en ósjálf- ráð fyrirbæri komu hins vegar fyrir öðru hverju. Einna markverðust voru pislarsögutákn, sem áttu sér stað árlega 1 páskavikunni og náðu þau há- marki á föstudaginn langa. Var þá sem sár mynduðust i lófum og á enni. Fyrir um það hil 40 árum birtist i „Morgni" athyglisverð frésaga eftir Benjamin Einarsson af sálförum hans milli fslands og Kanada. Mógur Benjamins, Sr. Jakob Jónsson, ritaði inngang að greininni og athugasemdir i eftirmála og birtist hér meginhluti þess ásamt frásögu Benjamins sjálfs. Ritstjóri. Veturinn 1937 kom fyrir dulrænn atburSur, sem eðlilegast verður að skýra svo, að sálfarir hafi átt sér stað frá Reykjavík til Wynyard i Saskatchewan-fylki í Kanada. En i Wynyard áttum við hjónin þá heima. Læt ég lesendum mínum eftir að hugleiða það, hvers eðlis liinar svonefndu sálfarir eru í sjálfu sér; sjálfur nota ég orðið i þeirri merkingu, að sá hluti per- sónuleikans, sem skynjar og hugsar, hafi fluzt um stundar- sakir úr efnislíkamanum, og sé þvi ekki háður skynfærum hans og heilastarfsemi, svo að fundið verði.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.