Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 45

Morgunn - 01.06.1981, Page 45
SÁLFARIH . . . 43 og sagði: „Nei, Jiað Jiýðir ekki“. Síðan brosti hann og hélt áfram um leið og hann benti á sofandi likama minn. Ég vil minnast Jiess hér, að Jiessi læknir er þýzkur eða var það, með- an hann dvaldi hérna á jörðinni, samt er mér ómögulegt að muna, hvaða mál við töluðum saman. Mér fannst hann bæra varirnar og tala, alveg eins og við gerum daglega. „Jæja“, sagði hann. „Nú er okkur óhætt að fara“. Með þessum orðum tók hann í hendi mér og við fórum út um gluggann eða vegg- inn, án þess að nokkuð virtist vera til fyrirstöðu. Áður en varði vorum við komnir hátt á loft, og svifum áfram. Ég man ekki eftir, að við mættum neinum og ekki sá ég neitt, nema ljósleita þoku allt i kring um mig, fyrir ofan og neðan. Áður en varði vorum við komnir inn í svefnherbergi Þóru systur minnar, sem býr vestur í Wynyard í Saskatchewan-fylki i Canada. Þegar þar var komið, sá ég að læknirinn var búinn að taka á sig þá mynd, sem ég þekkti bezt, en hvar eða hvenær hann breyttist, er mér ómögulegt að muna. Ég settist á rúm- brík á rúmi litla frænda míns, sem þar var, en ekki sá ég þó neinn í rúminu. Systir min virtist sofa, en lét Jió illa i svefn- inum, að mér fannst. Ekki varð ég var við fleira fólk þar inni, en hafði þó á tilfinningunni, að fleiri væru þar. Læknirinn bað mig að sitja alveg kyrran. Fannst mér þá eins og ég væri að sofna. Það sem ég man næst, er að læknirinn tók í hönd mér og sagði: „Nú getum við farið.“ Þá varð mér litið á Þóru og virtist mér hún nú sofa rólega, en við hlið liennar var lítið barn. — Nú sá ég, að yngri dóttir hennar, Svava, kom inn í herbergið, og sá ég strax, að hún var án jarðarlíkama síns. — Hún rak upp stór augu, er hún sá mig og hljóp um háls mér, kyssti mig og sagði: „Hefirðu séð hana litlu systur mina?“ Ég ætlaði að svara einhverju, en læknirinn hélt í hönd mér og við fórum út. Það, sem ég man næst, er, að ég var aftur kominn i herbergi mitt í Reykja- vík og sá ég Jiá móður mina alklædda, þar sem hún laut yfir sofandi líkama minn, eins og hún virtist vera að vekja mig. Ég spurði nú lækninn, hvort allt væri búið hjá systur minni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.