Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 49

Morgunn - 01.06.1981, Side 49
SJÁLFSKÖNNUN í GEGNUM DRAUMA 47 þessu alls ekki varið með aðra, eins og oft vill nú vera með fólk sem gætt er einhverjum óvenjulegum hæfileikmn. Auk þess að verja tveim árum í umræddri yogastofmm í þetta sérstaka áhugamál sitt, hefur hann jafnframt viðað að sér ógrynni af efni og upplýsingum um drauma, allt frá sögu- legum fróðleik að niðurstöðum af vísindalegum rannsóknum vorra daga — hversu langt sem þær nú ná, enn sem kom- ið er. Samkvæmt kynningarbæklingi Steinberg, var hann á ár- unum 1972 til 1975 einn af ráðgjöfum kanadisku stjómar- innar við að finna leiðir til þess að vinna gegn eiturlyfja- neyzlu — þá á grundvelli kunnáttu sinnar og tækni við ráðn- ingu drauma. Hann hefur einnig haldið fjölda fyrirlestra við nafngreinda háskóla og stofnanir í Kanada og t.d. fyrir samtök geðlækna og geðdeildir ýmissa spítala. Má þar nefna Ottawa Civic Hospital, Jewish General Hospital og fl. Grundvallarkenning Gerald D. Steinberg er sú, að í mann- inum séu þættir sem bjóða upp á nánast ótakmarkaða mögu- leika hvað sjálfsþekkingu, sköpunargáfu og þroska varðar. Hann telur drauma verða einn lykilinn að þessari auðlind og einhvern þann athyglisverðasta. Sérstaklega hefur haim áhuga á lækningamætti drauma og á þá við merkingu þeirra - í andlegum jafnt sem líkamlegum skilningi. Þannig er hann þeirrar skoðunar, að draumar geti gefið mikilvægar ábendingar mn heilsufar svo gripa megi til gagnráðstafana í tæka tíð. Þvi felst tækni hans í því að kenna fólki að greina sína eigin drauma sjálft og að hafa þó einhverja stjóm á þeim. Hvað þessu viðvíkur, telur hann að hver einstaklingur verði að koma sér upp sínu eigin kerfi varðandi merkingu hinna ýmsu drauma og tákna er kunna að koma fyrir í þeim, eins og t.d. vatn, missir tanna, dýr og hvað mann kann nú að dreyma. 1 því sambandi leggur hann mikla áherzlu á að ákveðin tákn geti verið bundin mjög jákvæðri reynslu og önnur á hinn bóginn voveiflegri reynslu. Þannig gæti missir tanna þýtt sitt af hverju en m.a. ekkert merkilegra en það, að tímabært sé að koma sér til tannlæknis. Líkam-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.