Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 55

Morgunn - 01.06.1981, Page 55
NÝALDARIÍENNINGAR TÍBETANS 53 hún hafa þvertekið fyrir þetta, þvi að hún hafði ýmugust á ósjálfráðri skrift og þvílíkum fyrirbærum. Henni var svar- að því, að hér væri ekki um að ræða neina ósjálfráða skrift né önnur fyrirbæri hinnar lægri ófreskigáfu, heldur æðri tegund firðhrifa, en á því sviði hefði hún sérstaka hæfileika til að bera. Hún lét ekki til leiðast að lieldur, og kvaðst þá þessi ósýnilegi viðmælandi, sem raunar var meistarinn Dsjúal Khúl, mundu vitja hennar aftur að þrem vikum liðnum. Hann stcð við það, og varð það nú að samkomulagi, að hún skyldi rita fyrir hann í fáeinar vikur. ILn raunin varð sú, að sam- starf þetta hélzt um 30 ára skeið, þar til er hún andaðist 1949. Um starf sitt að ritun þessara bóka segir hún svo: „Þegar ég er að skrifa, er ekkert óvirkt neikvæði í huga mínum, heldur einbeitt, jákva'ð athygli. Öll skilvit min eru fullkom- lega vakandi, og i því, sem ég aðhefst, er ekkert ósjálfrátt. Ég hlusta einungis og rita orðin, sem ég heyri, eða hugsanir þær, sem berast heilavitund minni hver af annarri. Það, sem út er gefið á bók, er í engu breytt, frá því sem það barst mér til vitundar, að öðru en þvi, að ég kann að slétta enskuna hér og þar eða fella niður óvenjulegt orð og setja í staðinn annað ljósara, en ævinlega þó þannig, að merking haldist algerlega óbrengluð. Ég hef aldrei breytt neinu í því, sem Tíbetinn hefur sagt mér fyrir. Ef ég gerði það, myndi hann aldrei framar láta mig rita neitt fyrir sig. Mér er fyrir miklu, að þetta komi skýrt fram. Ég skil ekki alltaf það, sem mér er lesið, og er því ekki heldur ævinlega sammála. En ég rita það allt samvizkusamlega og kemst þá síðar að þeirri niður- stöðu, að það sé rökrétt og skynsamlegt og höfði til hinnar innri skilningar“. Ég skal þá nefna hinar helztu af bókum þeim, sem til urðu á þennan hátt. Hin fyrsta fjallar um vigðir manna og ver- unda á æðri þróunarstigum og nefnist á frummálinu „Ini- tialion Human and Solar“. Þar er meðal annars skýrt frá starfi meistaranna og tengslum þeirra við mannkynið og sýnt fram á, að vigð er i raun og veru ávallt tiltekin vitundar-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.