Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 56

Morgunn - 01.06.1981, Side 56
54 MORGUNN víkkun og á sér stað á öllum stigum tilveru, allt frá mann- heimum til sólvitunda og hinna æðstu stjarnheimaverunda. — Næst kemur allmikið rit, sem nefnist „Bréf um dulræða hugleiðingu“ („Letters on Occull Meditation“). Þar er á ítarlegan hátt fjallað um þessa ævafornu aðferð mannsins til að koma á tengslum við æðra sjálfið, og hefur bókin margt merkilegt að flytja í því efni. — Langstærst einstakra rita í safni þessu er bók sú, sem ef til vill mætti nefna á íslenzku „Elda alheims“ („A Treatise on Cosmic Fire“). Hún er nær 1300 blaðsíður að stærð og fjallar um alheimskerfið, sköp- unarverkið og sjálf undirstöðuatriði og frumrök heimsþró- unarinnar. Alice Bailey leit á rit þetta sem framhald „Kenn- ingarinnar duldu“ samkvæmt þeim spádómi Helenu Blavat- sky, að á þessari öld myndi fram koma annar nemi, er héldi áfram verki hennar. Annars er hók þessi mjög torræð víða, og mun það á valdi fárra lesenda að hafa hennar full not. — Þá koma fimm bækur, sem mynda sérstaka heild og nefn- ast einu nafni „Um eðlisgeislana sjö“ („A Treatise on the Seven Bays“). Fyrstu bindin tvö bera aukaheitið „Dulvísinda- leg sálfræði“ og fjalla meðal annars um sálarþróun manns- ins í ljósi geislafræðinnar. Þriðja bindið nefnist „Dulvísinda- leg stjarnspeki“ og fjallar um þau fornu vísindi á víðari og æðri grundvelli en áður hefur tíðkazt. „Dulvísindaleg læknis- list“ er heiti fjórða bindisins, og er þar sýnt fram á, að sjúk- dómar séu ekki aðeins fyrirbæri bundin hinum ytri líkama mannsins, skynlíkamanum, heldur eigi þar einnig hinir æðri líkamir hans hlut að máli. Við greiningu og lækningu sjúk- dóma verði einnig að líta á sálareðli sjúklingsins, eðlisgeisla hans og fleira. Allt mun þetta móta læknislist framtiðarinn- ar og gera hana miklu máttugri en þá, sem nú er efst á baugi, þó að Tíbetinn viðurkenni raunar, að kenningar nú- limalæknislistar séu í aðalatriðum réttar, það sem þær ná. Loks er fimmta bindið i þessum flokki og nefnist „Eðlisgeisl- arnir og hinar innri vigðir“. Margt í þeirri bók er myrkt og lorskilið venjulegum lesanda, og svo er raunar um allar bæk- urnar í þessum flokki, enda mun þeim ætlað að verða dul-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.