Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 61

Morgunn - 01.06.1981, Side 61
NÝALDARKENNINGAR TÍBETANS 59 hinum síðari tímum. Mannúðarstefna hefur rutt sér til rúms á æ fleiri sviðum. Heimsstyrjaldirnar tvær hafa, þrátt fyrir hörmungar þær, sem þeim voru samfara, hreinsað úr mann- kyninu margan sora og orðið til þess að létta örlagaskuldir þess. Fjöldi góðviljaðra manna í heiminum er að hans dómi orðinn slíkur, að nægja mun til að beina þróuninni á rétta braut. En á þessum starfsmönnum hinnar nýju aldar veltur raunar allt, og til þeirra verða gerðar miklar kröfur á næstu tímum. Segja má, að kenningu Tíbetans beri hæst, þegar hann ræðir um atburð þann, sem hann segir, að öll starfsemi meistaranna síðustu þrjár eða fjórar aldirnar hafi miðazt við að búa mannkynið undir. Sá atburður er endurkoma mannkynsfræðandans, sem hann segir, að vænta megi innan skamms. Slíkar staðhæfingar eru að sjálfsögðu til þess falln- ar að vekja efasemdir og tortryggni. Svo oft er til að mynda búið að spá endurkomu Krists, án þess að fram hafi komið. Tíbetinn viðurkennir, að þessi afstaða sé eðlileg, en fullyrðir eigi að síður, að nú muni þessi atburður vissulega gerast, áður en langt um liður. Hann bendir á, að um allan heim sé nú þessa atburðar vænzt, þó að fræðarinn sé raunar nefnd- ur ýmsum nöfnum af fulltrúum ýmissa mannflokka og trúarbragða. Á fyrsta fjórðungi þessarar aldar var mikið rætt um end- urkomu mannkynsfræðandans innan Guðspekifélagsins. Leið- togar félagsins virðast hafa búizt við því, að þetta gerðist þegar á fyrri hluta aldarinnar. Lýst var yfir því, að mann- kynsfræðandinn myndi tala fyrir munn Indverjans Krishna- mxirtí og hafa hann að starfstæki, og var jafnvel stofnað sér- stakt félag honum til styrktar i starfi sínu. Það urðu öllum þeim, sem þessu höfðu trúað, mikil vonbrigði, er þetta reynd- ist blekking og Krishnamúrti afneitaði sjálfur þessu hlut- verki sínu. Síðan hefur verið furðulega hljótt um þessa endurkomuhugmynd í félagsskap guðspekinga, enda þótt eðli- legra hefði verið frá upphafi samkvæmt hugmyndum og kenningum þeirra sjálfra að búast ekki við komu fræðandans

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.