Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 62

Morgunn - 01.06.1981, Page 62
60 MORGUNN fyrr en á síðasta fjórðungi aldarinnar. Enn undarlegra er, hversu kenningum Tíbetans um endurkomu Krists hefur verið fálega tekið i félagsskap guðspekinga. Mætti þó ætla, að hér væri á ferðinni kenning, sem vekti að minnsta kosti óskipta athygli þessa félagsskapar og yrði þar tekið með vildarhug, jafnvel þó að henni yrði ekki trúað skilyrðislaust. Tíbetinn er þó vissulega einn af meisturum guðspekinga og talar fyrir munn þeirra allra. En því miður virðist svo sem félagið telji sig ekki geta viðurkennt nein ný sannindi nema þau séu fram borin af viðurkenndum leiðtogum þess sjálfs. Sé þessu svo farið, er félagið á rangri leið og stefnir til stöðnunar. Tibetinn tekur skýrt fram oft og mörgum sinnum, að eng- inn einn félagsskapur né flokkur manna hafi einkarétt á sannleikanum. Fulltrúa nýrra andlegra sanninda getur ver- ið að finna um alla jörð, jafnvel meðal manna, sem aldrei hafa heyrt guðspeki nefnda. Góða menn er lika að finna hvarvetna, og margs konar samtök og sameiningar vinna nú að framkvæmd þeirrar hugsjónar, sem guðspekifélagið hef- ur að leiðarljósi, sem er stofnun bræðralags manna á jörðu. Samhugur og samstarf þeirra allra er nú það, sem að kallar, ef takast á að koma fram verkefnum þeim, sem þróunin setur mannkyninu við upphaf hinnar nýju aldar. — Til marks um það, hversu andvígur Tíbetinn er öllu kennivaldi, hvort sem um er að ræða boðskap hans sjálfs eða annarra, skal þess að lokum getið, að hann lætur hverri bók sinni fylgja yfirlýsingu, þar sem hann segist engan veg- inn ætlast til þess, að lesandinn sé sér sammála um það, sem um er fjallað. Hann kveðst engan veginn krefjast þess, að á efni bókanna sé litið sem óyggjandi sannindi eða opin- berun. Hann biður lesandann að láta skynsemi sína og hug- sæi ráða. Virðist honum bækurnar hafa sannleik að geyma og kalli þær fram andsvar ísæisvitundarinnar, þá sé það gott og blessað. Sé þessu ekki svo farið, þá skuli lesandinn hafna hoðskap þessara rita.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.