Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 63

Morgunn - 01.06.1981, Side 63
BJÖRN FRANZSON: HVAR ER MANNKYNIÐ Á VEGI STATT? Erindi þessu hef ég valið fyrirsögnina: „Hvar er mann- kynið á vegi statt?“ Það er mikil spurning, og ætla ég mér ekki að svara henni beinlínis á þessum stað, heldur eftirláta hverjum og einum, þeirra er á hlýða, að svara henni fyrir sjálfan sig. En ég mun draga fram nokkrar staðreyndir, er einkenna mannfélag vort á síðari hluta tvítugustu aldar og þá einkum vaxtarbrodd þess, sem margir myndu vilja kalla, það er að segja, þjóðfélag hinnar vestrænu menningar. Flestar eru staðreyndir þessar alkunnar, og hefur margsinnis verið um þær fjallað í ræðu og riti, en ég veit ekki til, að þær hafi áður verið dregnar saman i heildarmynd í þeim tilgangi að rekja þær allar til sameiginlegra róta. Sú mynd, sem ég ætla mér að draga upp, er að vísu hvorki fögur, glæsileg né gleðileg, en hún er án efa sönn, það sem hún nær. Margs konar öfl starfa nú saman til bjargar heimi vorum, og hver sá, sem þátt vill eiga í því starfi, verður urn fram allt að gera sér þess grein, hverjar þær meinsemdir eru, sem heim- inn hrjá. Það virðist nú að vísu orðin tízka að tala með fyrir- litningu um þá menn, sem eru að ímynda sér, að þeim beri að leggja eitthvað af mörkum til bjargar heiminum. Samt er það áreiðanlega svo, að ef enginn hugsaði um annað en bjarga sjálfum sér og hafa sitt á þurru, þá myndi heimurinn fara sér að voða fyrr en varði. Ef spurt væri, hvað mannkyninu byði mesta ógn um þess- ar mundir, myndu sennilega flestir nefna til hættuna á nýrri

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.