Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Síða 67

Morgunn - 01.06.1981, Síða 67
HVAK ER MANNKYNIl) Á VEGI STATT? 65 heiminum. Hann stafar af ]ivi, að vestrænt auðmagn ræður yfir nýtingu á gæðum hinna fátæku þjóða, til að mynda þannig, að stórfyrirtæki eiga landið og nota það undir stór- ekrur, og þau sjá sér hag i því að selja afurðimar fremur til ríkra þjóða en fátækra.“ Þess mætti þó allténd vænta, að regluleg þjóðamorð að fyrir- huguðu ráði að hætti landnámsaldar Ameríku ættu sér ekki stað á vorri miklu menningar- og mannúðaröld. En skyldi nú vera því að heilsa? Brasilía hefur getið sér gott orð fyrir það, að kúgun og misrétti sakir kynernis eigi sér þar ekki stað. Þjóðin er í raun og veru samruni úr hvítum mönnum og svörtum, Indíán- um og ýmsum Asíubúum. En einmitt í þessu landi gerðist það nú á þessum allrasíðasta áratug, að unnin eru óhæfuverk, sem í djöí'ullegum níðingsskap jafnast við eða taka jafnvel fram glæpum þeim, sem spænsku landvinningamennirnir Cortez og Pízarro og aðrir slikir frömdu á frumbyggjum Ameríku á 16. öld. I Brasilíu eru til lög til verndar Indína- þjóðflokkum þeim, sem enn eru á lifi í landinu. Lög þessi voru sett árið 1910 og kveða svo á, að landsvæðin þar, sem þjóðflokkar þessir búa, skuli vera friðhelg, svo að ekki megi selja þau né taka þau af íbúunum. Er eins og í þessu komi fram samvizkubit stjórnarvalda vegna ofsókna þeirra, er frumbyggjar landsins höfðu orðið að þola allt frá upphafi landnáms fram á þann dag. Koniið hafði verið á fót sérstakri ríkisstofnun til verndar Indiánum Brasiliu. En á undanförn- um árum hafa landsvæðin, þar sem ættbálkar Indíána bjuggu, orðið girnilegri en áður vegna málma og annarra verðmæta, sem talið var, að þar væri að finna i jörðu. Væri hægt að sýna fram á, að landsvæði þessi væru óbyggð, mátti láta þau ganga kaupum og sölum. Og nú tóku fjárplógsmenn með aðstoð liirmar stjórnskipuðu verndarstofnunar að skipuleggja út- rýmingarherferð á hendur íbúum þessara landsvæða, sjálf- um skjólstæðingum stofnunarinnar, er hún skyldi vernda. Aðferðir voru margvíslegar. Bófal’lokkar vopnaðir vélbyss- um voru sendir inn í Indíánaþorpin og látnir skjóta niður 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.