Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 70

Morgunn - 01.06.1981, Side 70
68 MORGUNN vera. Það er eigi aðeins, að skólpinu úr hverri íbúð manna sé veitt i næsta fljót, á eða læk, heldur fljóta þangað einnig alls konar úrgangsefni úr verksmiðjum og stóriðjustöðvum, en slík efni, sem maðurinn óhreinkar umhverfi sitt með, munu nú vera nær hálfri miljón að tölu og mörg baneitruð. Sjórinn er einnig að verða að allsherjarforarvilpu langt út frá ströndum allra hinna þéttbýlli landa, því að allt skólpið, sem veitt er i hið rennandi vatn, fellur i hann að lokum. Auk þess eru þau hundruð þúsunda lesta af olíu, sem farið hafa í sjóinn á undanförnum árum, er stór olíuskip hafa farizt, ýmist uppi við landsteina eða úti á rúmsjó. Ein afleið- ing þess er, sem kunnugt er, dauði mikils fjölda sjófugla, sem gerast ósjálfbjarga og veslast upp, er olían kemst i fiðrið. Enginn, sem annt er um heilsu sína, myndi vilja lauga sig í þvilíku skólpi, enda hafa baðstaðir víða lagzt niður við ár og sjávarstrendur. Samt verða menn að drekka skólpið. Neyzluvatn er víða fengið úr fljótum þeim, sem áður hafa tekið við frárennsli margra borga, þó að svo eigi að vísu að heita, að vatnið hafi verið hreinsað áður. Vér Islendingar megum hrósa happi, að ekki er eins illa komið hér og víða annarsstaðar. Þó er hér líka fyllsta ástæða til að vera vel á verði. Fyrir stríð var hreinn og góður sjór hérna í Fossvogin- um, þar sem gott var að leggjast til sunds. Og öllum er kunn- ugt, hvernig nú er komið. Þurrlendið er óprýtt, atað og eitrað með alls kyns úrgangi og óþverra. Bilagrafreitirnir svonefndu og ruslahaugarnir utan við stórborgir iðnaðarlandanna eru þar til dæmis meðal annars. Að undanförnu hafa verið að berast kvíðvænlegar fregnir af meðferð herveldanna á eiturgasi. Ýmsar tegundir af efn- um þessum eru nú orðnar úreltar og eru þó vissulega meira en nógu eitraðar samt. Fyrir nokknnn mánuðum varð það uppskátt, að bandaríska herstjórnin ætlaði að flytja 27 000 lestir af baneitruðu tauga- og sinnepsgasi frá heimsstyrjaldar- árunum, er svaraði ekki lengur kröfum tímans, til hafnar- borgar nokkurrar á austurströnd landsins, en þaðan skyldi

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.