Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 71

Morgunn - 01.06.1981, Page 71
HVAR ER MANNKYNIÐ Á VEGI STATT? 69 farið með það á haf út og því sökkt þar. Einn af þingmönn- um demókrata skýrði frá þessu í þinginu, og spunnust um það miklar umræður. Liðsforingi nokkur í Japan sagði frá þvi nýlega, að japanska herstjórnin hefði i striðslok látið sökkva þrju þúsund eiturgassprengjum í Menam-fljót í Thai- landi, skammt frá höfuðborg landsins Bangkok. Og mjög skammt er síðan danskir sjómenn sýktust af sinnepsgasi, er komizt hafði í net þeirra. En í lok síðari heimsstyrjaldarinnar höfðu Bretar sökkt i Eystrasalt rúmlega 30 000 eiturgasgeym- um, sem teknir höfðu verið af Þjóðverjum. Þetta hefur vakið mikinn óhugnað meðal strandbúa við Eystrasalt. Enginn veit, hvenær geymarnir kunna að ryðga í sundur að fullu, og myndi þá gasið berast í sjóinn og eitra fisk og veiðarfæri. — Ekkert hefur frétzt um það, hvernig Ráðstjórnarríkin, annað mesta herveldi heims, leysa þetta vandamál. En hvað sem þvi líður, getur það aldrei talizt annað en glæpsamlegt ábyrgðarleysi, er herstjórnir taka það ráð að sökkva slíkum voðaefnum í sjó, þó að handhægt sé í svip. Vitanlega væri hver aðferð óafsakanleg önnur en sú að láta kljúfa eiturefni þessi i óskaðlega efnaflokka, þó að hún hlyti að visu að reynast mun. kostnaðarsamari. Maðurinn saurgar eigi aðeins vötn jarðar og þurrlendi. Lofthjúpurinn virðist í engu minni hættu. Verksmiðjureyk- háfar, bifreiðir, flugvélar, eldflaugar og önnur tæki miljón- um saman spúa út í andrúmsloftið sóti, reyk og eiturgufum, sem skaða öndunarfæri manna og geta valdið sjúkdómum svo sem krabbameini, að því er rannsóknir hafa leitt í ljós. f erlendri grein um þessi efni er getið um rannsóknir vísinda- manna á mengun loftsins í New York i Bandaríkjunum. Þeir segja, að hver borgarbúi andi dag hvern að sér eitur- efnum, er svari til þess, að hann reykti níu vindlinga. Sé þetta rétt, þá er það eins og lögboðið væri í einhverri borg, að enginn íbúi mætti vera í lóbaksbindindi, ekki einu sinni ungbörn. En hér kemur einnig annað til greina, sem orðið gæti örlagaríkt. Sú mikla brennsla á kolum, olíu og öðru eldsneyti, sem fram fer á jörðinni, einkum af völdum ýmiss konar

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.