Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 72

Morgunn - 01.06.1981, Side 72
70 MORGUNN iðnaðar, eykur hröðuni skrefum koltvísýringsmagn í loft- hjúpi jarðar. Vísindamenn hafa lengi bent á þá hættu, sem af þessu kann að stafa. Ef koltvísýringsmagnið í loftinu eykst, eins og orðið gæti, ef ekkert verður að gert, þá mun það verða til þess að auka að mun meðalhitastig á jörðinni, þar sem kol- tvísýringurinn dregur úr hitageislan jarðar. Þetta myndi valda bráðnun jöklanna á heimskautunum, en við það myndi sjávarborð hækka svo, að talsverður hluti af láglendi jarðar og fjöldi stórborga færi i kaf. Enn er þó ótalið það, sem skelfilegast er af öllu, þegar v>m það er að ræða, hversu maðurinn eitrar umhverfi sitt. Þetta eru hinar nýju skordýra- og illgresiseiturtegundir. — Á styrj- aldarárunum fóru fram margvislegar tilraunir í því skyni að finna sem banvænastar stríðseiturtegundir. Þá uppgötvuðu menn DDT-eitrið og önnur þvilík efni, sem reyndust sérstak- lega skæð skordýrum. Brátt var tekið að nota efni þessi til þess að úða ávaxtagarða, akra, og skóga í því skyni að út- rýma skordýrum þeim, er lögðust á nytjajurtir og spilltu uppskeru, svo og til að drepa illgresi, og fyrr en varði var framleiðsla þessa voðaeiturs orðin að stóriðju. Árið 1960 var framleiðsla þess í Bandaríkjunum komin upp í 480 000 lestir, en það magn nam að söluverðmæti 22 miljörðum íslenzkra króna að núverandi gengi. Síðan mun framleiðsla þess hafa aukizt mjög stórkostlega. Árið 1962 kom út í Bandaríkjunum bók, er nefnist á frum- málinu „Silent Spring". Bók þessi hefur verið þýdd á íslenzku og heitir á vora tungu „Baddir vorsins þagna“. Höfundur er Rachel Carson, mikilsvirt og viðkunn vísindakona. Hún lýsir þvi á hrollvekjandi hátt, hvernig þá þegar er komið, er bókin var rituð, fyrir áratug eða um það bil. Bændur stráðu eitrinu yfir lönd sin, eggjaðir og til hvattir af söluskrumi auðfyrir- tækjanna, sem ólyfjanina framleiddu og auglýstu sem allra meina bót i landbúnaði. Rachel Carson dregur upp raunsanna mynd af þeirri hringrás dauðans, sem markar feril eiturefna þessara í Bandaríkjunum og annars staðar, þar sem þeim hefur verið beitt. Eitrið, sem úðað er, drepur að vísu skor-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.