Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 74

Morgunn - 01.06.1981, Side 74
72 MORGUNN fram síaukna uppskeru, en berst síðan í árnar og vötnin og eykur á þá mengun, sem þar er þegar fyrir, auk þess sem gerviáburðurinn veldur því að sögn margra, er vel mega vita, að matjurtir þær, sem við hann eru ræktaðar, missa mikils í af fæðugildi sínu og verða beinlínis óheilnæmar. Auk þess að eitra sjálfan sig óbeinlínis með mengun um- hverfisins, svo sem lýst hefur verið, gerir maðurinn það, sem virðast mætti ennþá furðulegra. Hann dælir margs konar eiturtegundum i likama sinn vitandi vits, ýmist í fastri, fljót- andi eða loftkenndri mynd. Góðir tilheyrendur. Ég gaf í skyn í upphafi, að efni þessa erindis myndi hvorki verða sérstaklega fagurt né hugðnæmt. Ef til vill ber mér að biðjast afsökunar á þvi, að ég skyldi velja slíkt fyrirlestrarefni á fundi i þessu félagi. Þó finnst mér einhvern veginn sem þetta efni eigi ekki sízt erindi til guðspekifélaga. Ég gerði það af ráðnum hug að takmarka mál mitt við nokkrar af skuggahliðunum á mannfélagi nútimans, af því að ég tel svo mikinn háska á ferðum og svo mikið í húfi, að hver og einn þurfi að gera sér grein fyrir þessum staðreynd- um. En þar með er ekki sagt, að ekkert sé nema neikvætt að segja um heim þessarar kynslóðar. Þvi fer fjarri. Það mætti tala eins langt mál um allt það, sem til góðs horfir i þjóð- félaginu og draga fram eins margar staðreyndir alls hins jákvæða á fjölmörgum sviðum, — staðreyndir samhjálpar, mannúðar og miskunnsemi, ábyrgðartilfinningar og óeigin- girni. Og þetta réttlætir bjartsýni um það, að mönnum muni þrátt fyrir allt takast að vinna bug á öllu þvi illa og háska- lega, sem heiminum ógnar. Meistarinn Dsjúal Kúlil segir oss, að ægimiklir orkustraum- ar beinist nú að jörðinni, bæði frá Hvítbræðralaginu og utan úr geimnum. Þetta er nátengt þeirri staðreynd, að vér erum einmitt nú að þokast af þróunarskeiði Fiskialdar inn i hið nýja tímabil Vatnsberans, en þetta tengir hann aftur þeirri

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.