Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 75

Morgunn - 01.06.1981, Page 75
HVAR ER MANNKYNIÐ Á VEGI STATT? 73 kenningu, að mannkynsfræðarinn sé á leiðinni og muni end- urbirtast á síðasta fjórðungi þessarar aldar. Vel mætti hugsa sér, að efling þeirra illu og ábyrgðarlausu hneigða, sem fyrrgreind upptalning ber vitni um, stafaði að nokkru af þessu tilstreymi öflugrar, en hlutlausrar orku. Efling hins góða, sem líka má sjá svo mörg merki um á þess- um árum, væri þá á sama hátt afleiðing þess. Hvort af þessu tvennu verður ofan á? Það er spurningin mikla. Þar getur sérhvert okkar lagt sitt lóð i vogarskál hins góða, bæði í verki, orði og hugarfari. Heimurinn er í hættu. Honum þarf að bjarga. Ef til vill er mannkynið þess ekki umkomið, þrátt fyrir allt, að bjarga sér sjálft. Ef til vill verður það að treysta á endurkomu meistarans.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.