Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 76

Morgunn - 01.06.1981, Side 76
HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR: DULSÁLARFRÆÐINGAR ÞINGA Rœtt viS nokkra þátttakendur á alþjöSlegu þingi dulsálarfrœðinga, sem haldiS var í Reykjavík á dögunum (13.-16. áigúst 1980). Eins og fram hefur komið í fréttum var í vikunni sem leið haldið í Reykjavik alþjóðlegt ]úng sérfræðinga í rannsóknum dulrænna fyrirbæra, „Parapsychological Association“. Hér á landi voru samankomnir um 100 vísindamenn, hvaðanæva úr heiminum, sem eiga það sameiginlegt að stunda vísinda- legar rannsóknir á dulrænum fyrirbærum, sumir eingöngu, aðrir í tengslum við aðrar vísindagreinar. Ætla má að margir Islendingar hafi sýnt þingi þessu og þvi sem þar fór fram, áhuga, þar eð þessi mál hafa löngum verið mönnum hug- leikin hérlendis. Að sögn dr. Þórs Jakobssonar, sem var einn af skipuleggjurum þingsins og blaðamaður Morgunblaðsins hitti að máli við opnun þess, var einn aðaltilgangurinn með þinghaldinu sá, að fulltrúar gætu hist og borið saman bækur sínar varðandi rannsóknir á hinum ýmsu sviðum dulsálar- fræði. Tilhögun þingsins var með tvennu móti; annars vegar skýrðu einstaklingar frá niðurstöðum af rannsóknum og hins vegar voru settir á fót umræðuhópar. „Mjög strangar kröfur um akademíska ]ijálfun eru gerðar til manna i þessum félags- skap,“ sagði Þór, „ félagar eru á þriðja hundrað talsins, bú- settir víða um heim og eru nær allir þeirra starfandi við há- skóla og vísindastofnanir. Dr. Erlendur Harldsson er eini Is- lendingurinn, sem er meðlimur í félaginu og var þingið, sem er hið 23. i röðinni, haldið hér á landi að þessu sinni fyrir hans tilstilli, i hoði Félagsvisindadeildar háskólans.“

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.