Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 80

Morgunn - 01.06.1981, Side 80
78 MORGUNN „Framsýni“. Eitt af aðaláhugamálum okkar á sviði yfirskilvitlegrar skynjunar er framsýni, „precognition“. Einnig á því sviði miðar okkur hægt. Jafnvel þeir, sem eru þeim gáfum gæddir að geta sagt fyrir um framtíðina að einhverju marki, eiga erfitt með að ná valdi á hæfileikanum og nýta sér hann. Svo dæmi sé tekið, þá hafa fjárhættuspilarar sumir hverjir haldið því fram, að þeir geti þakkað velgengni sína við græna borðið einhvers konar innsæi eða framsýni, en þegar á liður reynist flestum erfitt að höndla þá gáfu og missa oft tökin að lokum. En gagnið sem mannkynið gæti haft af þvi að geta sagt fyrir um óorðna hluti, væri ómetanlegt,“ sagði Beloff, þegar blaðamaður gerðist svo djarfur að spyrja um þá hlið málsins. „Takist að beisla hugarorku, má nota hana til lækninga, og framsýni gæti komið að notum við uppljóstrun sakamála svo eitthvað sé nefnt. Þá væri einnig hægt að segja til um náttúruhamfarir áður en þær ættu sér stað og gera viðeigandi ráðstafanir i tíma. Slysum, svo sem stórum flugslysum, mætti afstýra með því að kyrrsetja flugvélina, ef sýnt þætti að hún færist ella. Ég er ekki forlagatrúar. Ég fæ ekki betur séð en hægt sé að forð- ast þá atburði, sem hægt er að segja fyrir um“ „Eftir eina öld“. „Það hefur stundum verið haft í flimtingum hvað við i Edinborg erum duglegir við tilraunir, sem hafa í för með sér lítinn sýnilegan árangur,“ sagði Beloff að lokum. „En kemst þótt hægt fari. Við nálgumst óðum viðurkenningu hefðbundinna vísindagreina og ég er mjög bjartsýnn á fram- tíð dulsálarfræðinnar til langframa. Þetta er ung grein. Rann- sóknir í því formi sem þær eru stundaðar nú hófust elcki fyrr en á þriðja tug aldarinnar og það gæti tekið aðra öld að komast þangað sem við ætlum okkur.“

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.