Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 87

Morgunn - 01.06.1981, Side 87
DULSAT.ARFRÆÐINGAR ÞINGA 85 hafa æ fleiri eðlisfræðingar látið þessi mál til sín taka á liðnum árum. Þarna er á ferðinni viss „ögrun“, sem raunvísindamenn fýsir að takast á við. Það hefur svo margt áunnist innan eðlis- fræðinnar, að við höfum á tilfinningunni að e.t.v. takist okk- ur að útskýra fyrirbæri á þessu sviði, sem öðrum hefur ekki tekist að finna skýringu á hingað til, með því að beita að- ferðum eðlisfræðinnar. Þetta viðhorf hefur m. a. haft í för með sér tilurð tækjabúnaðar til notkunar við dulsálarfræðilegar rannsóknir. „Yfirskilvitleg skynjun er náttúrulögmál, sem viÖ verÖum áS skilja“. Sumir vilja halda því fram, að allt sem hefur með manns- hugann að gera, sé utan seilingar raunvísindanna, en ég er þeirrar skoðunar að yfirskilvitleg skynjun, ESP (Extra Sen- sory Perception), sé náttúrulögmál, sem við verðum að öðlast skilning á. Það er erfitt að koma upp kerfi til að flokka þessi fyrirbæri, en mér finnst sjálfsagt að reyna. Rafmagn grund- vallast á einu einföldu lögmáli og við erum þeirrar skoð- unar að ESP geri það einnig. Líkt og þegar lögmálið um þyngdarkraftinn rann upp fyrir Nevvton, er þama á ferð- inni eitthvert grundvallaratriði, sem við verðum að komast til botns i, e.t.v. mjög einfalt. Manneskjan er hins vegar mjög flókin og þegar eðlis- fræðilögmál og mannlegt eðli koma saman verður dæmið mun flóknara. Eitt af aðaláhugasviðum mínum er „fjarlægð“, þ. e. fjarhrif (telephathy) og einnig hugmegin (psychokinesis, PK). „Teningum er kastáS“. Hvað hugmegin og rannsóknir á því varðar, þá hefur hing- að til aðallega verið notast við teninga sem rannsóknartæki. Rhine hóf tilraunir þar sem könnuð var hæfni fólks til að hafa áhrif á útkomuna þegar teningum er kastað, án þess að

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.