Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 91

Morgunn - 01.06.1981, Side 91
f MINNING BJÖRGVIN TORFASON Fœddur 7. ágúsl 1925. — Dáinn 11. desember 1980. (Úr Morgunbla&inu 19. 12. 1980). Fyrir um fimmtán árum hélt ég fyrsta erindi mitt hjá Sál- arrannsóknarfélagi Islands, og var efnið „Endurholdgunar- kenningin“. Setti ég þar fram niðurstöður Bandaríkjakonunn- ar dr. Gina Cerminara um enduxholdgun, eftir miklar rann- sóknir hennar á starfi Edgar Cayce í Virgina Beach. í lok fundarins kom til mín meðal annarra maður sem ég þekkti ekki og var honum mjög í mun að lesa bókina um þetta efni. Þessi maður var Björgvin Torfason. Ég heyrði það á spurningum hans, að hér var leitandi maður, sem ekki var að hefja leit sína, en eygði nýjar upplýsingar, nýtt sjónarsvið og víkkaðan skilning, i leitinni að þekkja sjálfan sig og lög- mál tilverunnar. Þetta varð upphaf að kunningsskap og vináttu sem varir. I hvert skifti sem við hittumst var tækifærið notað til að skift- ast á skoðunum, upplýsingum og reynsluatriðum. Björgvin var virkur félagi í Sálarrannsóknarfélagi Islands og var í stjórn í mörg ár, og nú síðast í varastjórn. Hann var ávallt áhugasamur um þróun félagsins og að fé- lagsmönnum væru gefin tækifæri til að kynnast fólki með sérstæða hæfileika, og öðlast þannig beina reynslu eins og hann hafði gert.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.