Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 8

Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 8
KENNINGAR SILVER BIRCH MORGUNN Þó að hann færi brott tortrygginn og vantrúaður þá kom hann nú samt aftur í næstu viku og þá, þegar fundurinn var nær hálfnaður, baðst hann afsökunar á því að hafa sofnað. „Pú varst í trans,“ sagði einhver sem sat næstur honum. „Leiðbeinandi þinn gaf okkur upp nafn sitt og sagðist hafa ver- ið að þjálfa þig í mörg ár fyrir þetta og að þú myndir áður en langt um liði vera farinn að tala af sviði á fundum spíritista.“ Og aftur hló hinn ungi maður . . . Á þessum tíma talaði Silver Birch ákaflega fá orð í ensku og þessi fáu með mjög ófáguðum áherslum. Eftir því sem árin liðu og hann fór að stjórna nýuppgötvuðum miðli sínum oftar, þá jókst þekking hans á tungumáli okkar, svo að einföld mælska hans tekur nú fram sérhverjum ræðumanni sem ég hef hlýtt á. Silver Birch er kennari. Hann stundar ekki heilun og hann flytur sjaldan sönnunarskilaboð. Hann afsakar það stundum og segir að hann sjái oft eftir því að hann skyldi takmarka stjórn sína á miðlinum við kennslu. f*ó hann telji kenningar sínar afar mikilvægar þá gerir hann sér ljóst að heimurinn þarfnast sönnunar um eilíft líf. Á síðustu árum hef ég komið með alls konar fólk til þess að hlusta á Silver Birch — trúarleiðtoga, blaðamenn, fólk hvaðanæva að úr veröldinni. Aldrei frá nokkru þeirra hef ég heyrt eitt einasta orð af gagnrýni um neitt af því sem hann sagði. Prestur nokkur sem kom með flóknar fræðikenningar sínar varð orðlaus þegar Silver Birch útskýrði með einföldum orðum það sem hann kallar „lögmálið.“ Fyrir fundinn hafði ég ráðlagt prestinum að skrifa hjá sér þær erfiðustu spurningar sem hann gæti látið sér detta í hug. Hann kom, fullur áhuga á að skora nú á hólm einn þessara andlegu leiðbeinenda sem hann hafði svo oft heyrt fordæmda af kollegum sínum. Hann fór aftur standandi forviða. Silver Birch hafði gert flóknar fræðikenningar of einfaldar fyrir fræðimanninn. Heimahringur minn, sem Silver Birch leiðir, heldur fundi á hverju föstudagskvöldi, og reglulega í hverri viku birtir Psychic News orðrétt það sem hann segir. Fyrirlestrarnir eru ekki veittir til einkanota fyrir heimahring okkar, heldur til dreifingar um allan heim. Afleiðing þess er sú að Silver Birch 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.