Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 10

Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 10
KENNINGAR SILVER BIRCH MORGUNN hefur fleiri áhangendur en nokkur jarðneskur predikari. Þeir tilheyra hverju landi og nánast öllum kynþáttum og eru fólk af öllum litarháttum. Samt geta orð Silver Birch, komin svona niður á dautt prentletur, ekki flutt annað en lítið brot af göfug- leika manngerðar hans, hlýja vináttu og eðlislægan virðuleik- ann í máli hans. Stundum knýja þau fram tár. Við vitum að við erum í nálægð, hversu hógværlega sem hann annars kann að tala, mikils og upphafins anda. Hann ávítar aldrei og leitar aldrei yfirsjóna. Kirkjunnar menn tala um Jesús frá Nazaret, sem þeir þekkja lítið til og hafa engar sannanir fyrir. Silver Birch talar um Nazaretmanninn, eins og hann kallar hann, sem æðstan allra andlegra vera er hann hefur samband við og eins og Silver Birch hefur fært okkur sönnur á í gegnum margra ára náið samband, þá getur hann ekki sagt ósatt og þess vegna vitum við, þó ekki væri nema vegna þess að hann segir svo, að Jesús, sem sagt er frá í Nýja-testamentinu er enn að starfi og að fást við þá eilífu hugsjón sem eitt sinn leiddi hann til þessarar jarð- ar. Svo gagnvart okkur þá hafa orðin „sjáið ég er með yður ailtaf, allt til enda veraldarinnar,“ meiningu sem kirkjan ekki getur útskýrt. Heimsspeki Silver Birch er, eins og þið munið auðveldlega geta skilið, af algyðistrú manns, sem gerir sér grein fyrir að guð er að finna í náttúrunni sjálfri, að til er óbreytanlegt lögmál sem stjórnar öllu og að guð er lögmálið. „Þið eruð innan hins mikla anda,“ segir Silver Birch, og hinn mikli andi er innan ykkar.“ Svo lærum við að við erum öll verðandi guðir, hluti af skapandi frumefni sem er í öllu. Silver Birch lætur þó ekki staðar numið við fræðilega heim- speki. Hann hamrar stöðugt á þeirri lexíu að við séum hér til þess að starfa. Hann felur alla trú í orðinu „þjónusta,“ og leit- ast við að kenna okkur að þó við kunnum að vera klaufaleg verkfæri, að við séum í þennan heim komin til þess að binda endi á stríð, útrýma fátækt og flýta fyrir komu þess tíma þegar gnægðum drottins verður dreift með öllu hans örlæti á meðal allra þjóða heimsins. „Hollustueiður okkar,“ segir Silver Birch, „er ekki við trú- 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.