Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 14
KENNINGAR SILVER BIRCH MORGUNN Enn er til hjátrú sem þarf að eyða. Enn finnast kvalin hjörtu. Enn eru til sjúkdómar sem þarf að yfirvinna. Takmarki okkar er enn ekki náð. Við gleðjumst yfir því starfi sem hefur verið unnið og biðjum þess að okkur verði gefinn styrkur svo við með ykkar hjálp getum innt af hendi enn frekari þjónustu. Ég er aðeins boðberi þeirra sem sendu mig og ég sækist ekki eftir heiðri eða verðlaunum fyrir sjálfan mig. Ég hef ekki neina löngun til þess að upphefja mig eða persónuleika minn. Ég gleðst yfir því að vera verkfæri til þess að koma á framfæri þessum sannleika, sem hefur verið glataður öldum saman en er nú skilað aftur til efnisheimsins, stimplaður innsigli eilífs sann- leika. Hlutverk mitt er boðberans sem mælir fram skilaboðin og ég hef leitast við að vera trúfastur og flytja það sem mér var gefið í samræmi við það starfstæki sem ég hef og þann kraft er ég hef áunnið mér. Ég vil aðeins þjóna og ef þær fáu kenningar, sem ég kem á framfæri, hjálpa einni sál til þess að finna frið í stormi efans, ef einn innan helgidóms þessa einfalda sannleika and- ans, nær að finna hamingju og þörf til þess að þjóna, þá ef til vill, höfum við komið til leiðar einhverju af starfi föðurins. Lífið fyrir handan Silver Birch hefur lýst nokkru affegurð heimsins fyrir hand- an, sem hann segir að við heimsækjum oft í svefni, þó flest okk- ar geti ekki munað reynslu okkar er við vöknum. Þegar þið hafið reynt og notið með allri skynjun ykkar allt það sem heimur minn hefur upp að bjóða, þá mun ykkur skilj- ast að það er kærleikurinn sem við berum í brjósti til ykkar sem fær okkur til þess að koma aftur og starfa á meðal ykkar. Þið hafið ekki reynt gleði andaheimsins. Það er ekkert það til í efnisheimi ykkar sem hægt er að bera saman við líf andans, lausn við fjötra holdsins, sloppinn úr fangelsi líkama efnisins, með frelsi til þess að fara hvert sem hann langar og geta séð hugsanir sínar ummyndast til að fylgja eftir löngunum hjart- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.