Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 16
KENNINGAR SILVER BIRCH MORGUNN sem fær mig til þess er þaö loforð sem ég gaf um að þjóna og kærleikur ykkar allra sem er mér nokkur sárabót. Það að deyja er ekkert skelfilegt. Pað að búa í YKKAR heimi er skelfilegt.Að sjá garð andans mikla þakinn illgresi eigingirni, græðgi og ágirndar, það er dapurlegt. Að deyja er að njóta frelsis andans, sem hefur verið fangað- ur á bak við rimla efnislíkamans. Er það skelfilegt að vera leystur frá þjáningu, fyrir sálina að verða hún sjálf? Er það skelfilegt að sjá dásemd litanna, að heyra tónlist sem tilheyrir ekki efnislegri tjáningu? Teljið þið það skelfilegt að tjá ykkur í líkama sem kvelst ekki, sem getur komist um allan efnisheim- inn á augabragði og líka reynt fegurð andlega efnisheimsins? Pað er ekki til sá listamaður í ykkar heimi sem gæti náð með verki sínu broti af dýrð veraldar minnar. Pað er ekki til sá tón- listarmaður sem gæti náð að skrá með ykkar nótum brot af dýrð tónstigans. Það er ekki til sá rithöfundnr sem gæti lýst með orðum líkamans fegurð sumra hluta heims okkar. En hvað það mun koma ykkur skemmtilega á óvart einn dag þegar þið verðið ykkur meðvituð um þennan heim okkar. Heimur ykkar er fallegur núna (miðilsfundurinn var haldinn í maí). Þið sjáið allt í kringum ykkur sönnun hins mikla anda, um leið og dögun lífsins sópast aftur yfir umhverfi ykkar í hringferð sinni og þið dáist að fegurð blómgunarinnar og ilmi blómanna og þið segið: ,,En hvað handarverk hins mikla anda er stórkostlegt. Og samt er það sem þið sjáið aðeins mjög föl spegilmynd þess sem við höfum í andlega heiminum. Við höfum blóm sem eru slík að þið hafið aldrei séð önnur eins, við höfum slíka liti að augu ykkar hafa aldrei litið aðra eins, við höfum landslag og skóga, fugla og plöntur, læki og fjöll. Og þið munið geta notið þessa, því að þó að þið verðið andar þá verðið þið raunveruleg. Þið komið til heims okkar núna, en þið munið ekki eftir því. Það er undirbúningur ykkar. Ef svo væri ekki þá yrði það of mikið áfall fyrir ykkur þegar þið komið hingað til að hefja raunverulegt líf í einlægni. Þegar þið komið yfir um þá munið þið muna eftir heimsóknum ykkar. Þið verðið þá frjáls undan takmörkunum líkamans og munið 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.