Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 20

Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 20
KENNINGAR SILVER BIRCH MORGUNN færum sem hann hefur nýtt til þess að afhjúpa andann mikla sem býr innra með honum. Það er allt sem máli skiptir. Betra er að búa yfir þekkingu en fákænsku en eini prófsteinninn er sá háttur sem þú hefur lifað lífi þínu frá degi til dags. Sp.: Sameinumst við aftur ástvinum okkar í framhaldslífinu og yngjumst við upp? Jesús segir að þarna séu engin hjóna- bönd eða hjónavígslur. Sv.: Hvar sem verið hefur ást á milli manns og konu og sá kærleikur hefur fært þau saman og gert þau að einni heild og þau Iifað saman á andlega sviðinu í ykkar heimi þá mun „dauðinn” ekki aðskilja þau. „Dauðinn” mun verða eins og dyr sem opnar þeim leið til frekara frelsis fyrir sálir þeirra sem þá geta verið nánar tengdar en þær voru í efnisheimi ykkar. En ef tengsl þeirra eða hjónabandið, eins og þið kallið það, var ekki hjónaband sálna heldur aðeins líkama og að sálir þeirra dvöldu ekki á sama sviði, þá mun „dauðinn” skilja þau enn frekar að, því hann mun vísa þeim til þeirra eigin andlegu vídda. Ef kærleikurinn er fyrir hendi þá munu þau finna að í heimi andans verða þau ekki yngri og ekki eldri, en munu reyna vöxt, þróun og þroska. Þetta eru atriðin sem tengjast sálinni en ekki líkamanum. Þegar Nasaretmaðurinn sagði að þar væru engin hjónabönd eða hjónavígslur þá var hann að vísa til giftingar líkamanna, ekki giftingar sálnanna.Því að það sem þið kallið karlmann og kvenmann hefur hvort fyrir sig eitthvað hinu að færa. Konan er manninum nauðsynleg og maðurinn konunni. Andinn mikli líkamnar þessar tvær meginreglur í fullkomnun. Eftir því sem þið þróist á sviðum andans því minni og minni verður munur- inn. Sp.: Er mögulegt að syndga fyrir handan? Ef svo er, í hvaða formi er algengasta syndin? Sv.: Að sjálfsögðu er hægt að syndga í okkar heimi. Syndir okkar heims eru syndir sjálfelsku en í okkar heimi eru þær af- hjúpaðar mjög fljótt. Það er vitað um þær um leið og hugsunin verður til í huganum og afleiðingin kemur mun fyrr í ljós en í efnisheimi ykkar. Hún skráist á þann sem framdi syndina og færir hann á lægra svið andlega en hann var á áður. Það er erfitt 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.