Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNN DULRÆN REYNSLA með honum. Pá fannst mér við vera staddir í stóru húsi með mörgum herbergjum. Við gengum eftir gangi og sáum margt fólk sem ég vissi að væri dáið. Stundum fannst mér ég vita hvernig það hefði dáið og mér fannst drengurinn bera ótta af sumu fólki. Ég tók eftir að ég var nakinn en fólkið var í fötum. Ég sá inn í sum herbergin og þar var fólk í ýmis konar leikjum. Við ræddum um ýmislegt sem ég man ekki lengur. Við héldum áfram eftir ganginum og drengurinn virtist ótt- ast sum herbergin og vildi láta halda á sér. Ég tók hann upp, þá komum við í stóran sal, þar voru mörg borð. Salurinn var þétt setinn og fólkið virtist þekkja mig og kallaði nafn mitt ein- róma. Fólkið virtist vera að skemmta sér og það var hlýlegt og glatt. Salurinn var rúmgóður og fagur og mér leið vel á þessum stað. Eftir smá stund bað strákurinn, sem mér fannst vera svo- lítið ör á köflum, mig að koma með sér út. Ég fór með honum út þó ég væri farin að þreytast. Ég var með hraðan hjartslátt en þó mjög léttur á mér. Við töluðumst við með hugsunum en eftir að við komum út var eins og drengurinn væri allur léttari og hann fór á undan mér. Ég kallaði til hans og bað hann að hægja á sér þar sem ég var að dragast aftur úr. En hann svaraði „Reyndu að nota hugarorkuna þá mun þér ganga betur.“ Ég hugsaði um að ganga hraðar og þá gekk mér betur og ég náði honum. Þá tókst hann á loft og ég kallaði aftur til hans. Hann svaraði aftur „Reyndu að nota hugann og fljúga.“ Ég reyndi en gat það ekki og hann sagði í sífellu „reyndu.“ Á endanum tókst mér þetta og ég tók eftir að drengnum leið ofsalega vel. Við flugum yfir fallegt landslag sem líktist okkar landslagi og jörðinni okkar. Ég tók eftir að loftslagið var mjög þunnt og ég fann þyngsli fyrir brjósti líkt og mig vantaði súr- efni. Við sáum fullt af fólki og því leið vel. Við flugum yfir trjágróður, þá heyrði ég mikinn hvell. Pá sá ég mann í runna sem virtist skjóta á allt sem hreyfðist. Mér líkaði þetta ekki og vildi ræða við hann, við settumst hjá honum og ég fann að ég var orðinn ansi þreyttur. Ég spjallaði við hann og vildi fá hann til að hætta þessu. Ég vildi sýna honum fram á að það væri ekki fallegt af honum að gera þetta. Honum fannst þetta gaman en samþykkti þó að lokum að hætta þessu alveg. Ég sneri mér að 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.