Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Síða 45

Morgunn - 01.12.1989, Síða 45
MORGUNN AF FUNDUMM OG NÁMSKEIÐUM Hún spurði hvorí ég hafi verið öðruvísi en hinir bræðurnir? Ég taldi erfitt að svara þessu — og þó — við vorum allir ólík- ir í okkur, en þó mun ég og elsti bróðir minn hafa verið líkastir í okkur. Svona í lokin kom fram hjá Gladys að nú væri mikill anna- tími framundan hjá okkur hjónum í sambandi við blómarækt — og það er að sjálfsögðu alveg rétt — því síðastliðin 15 til 20 ár hafa vor og sumur farið mikið í slík störf — enda höfum við náð þar verulegum árangri. Hér lýkur þessari frásögn. P.S. Hvers vegna er ég að rita allt þetta mál upp? Jú, það er vegna þess að ég vil engu glata hér úr — segulbandsspóla getur misfarist en vel geymd blöð glatast síður. Er hér um merkilega frásögn að ræða? Já í mínum augum — en kannski ekki í augum þeirra sem meira þekkja til þessara mála en ég. Hvað er þá merkilegast og hvað kemur mér óvæntast fyrir sjónir? Fyrst og fremst er það hversu margir látnir vinir og félagar koma hér fram. Ég tel mig segja rétt frá — er ég segi — að það hafi komið mér á óvart hve vinmargur ég virðist hafa verið. En vissan um það mun gefa mér mikinn styrk í lífsbaráttunni og ég mun eflaust hugsa til þessara vina — þá vindar lífsins standa mér í fang. Þá eru það hinar nákvæmu lýsingar á atvikunum sem áttu sér stað á heimleið frá Hollandi og á útsiglingunni í Eyjafirði — frá báðum þessum atvikum hef ég lítið sagt, vegna þess hve mjög þær líkjast sögum Munchausen — þegar enginn er til að staðfesta þær. Hið þriðja eru svo hinar frábæru lýsingar Gladysar á liðnum ævistundum mínum. Hér lýkur svo þessari frásögn, með innilegu þakklæti til Sál- arrannsóknafélags íslands. Miðilsins Gladysar Fieldhouse og túlkandans sem ég því miður veit ekki hvað heitir. Nóatúni 30, 8. maí 1989 43

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.