Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Síða 49

Morgunn - 01.12.1989, Síða 49
MORGUNN LEIÐTOGAR BANDAMANNA fór um hliðargötur Kingstons, féll sprengja mjög nærri. Sprengingin var svo öflug að tvö hjól lyftust frá jörðinni. Hefði hann setið í sínu venjulega sæti þá hefði bíllinn oltið. Um þetta atvik sagði Churchill: „Það hlýtur að hafa verið þyngd mín þeim megin sem ég sat sem hélt bílnum niðri.“ Þeg- ar konan hans frétti af atburðinum og spurði hann hvers vegna hann hefði ekki setið í sínu venjulega sæti, sagði Winston: „Eitthvað sagði STOPP við mig áður en ég náði að stíga út. Þá varð mér ljóst að mér var ætlað að opna hurðina hinum megin, stíga inn og sitja þar — og það gerði ég.“ Árið 1940 sá forsætisráðherrann allt í einu fyrir sér sprengj- ur falla á Horse Guards Parade sem er bakatil í Downingstræti 10. Hann hraðaði sér til eldhússins, bað brytann að setja mat- inn á hitadiska og fylgja starfsfólkinu til loftvarnarbyrgisins. Þremur mínútum seinna splundraðist glugginn um allt her- bergið. Hann skrifaði í dagbókina; „Þessi lánsami innblástur sem ég hefði svo auðveldlega getað hundsað kom á síðustu stundu.“ Þegar Helen Duncan, líkamningamiðill, var ákærð eftir að lögreglan gerði skyndiinnrás á fund hjá henni, þá skarst for- sætisráðherrann í leikinn. Á meðan eitt af mestu úrslitatímabilum í stríðinu stóð yfir, sendi Churchill fyrirspurn til þáverandi innanríkisráðherra og bað um skýrslu um „hvers vegna lög um galdra frá árinu 1735 væru enn við lýði í nútíma réttarsölum.“ Fyrirspurnin hélt á- fram svohljóðandi; „Hvað kostar þetta ríkið? Ég veitti því at- hygli að vitni voru fengin frá Portsmouth og haldið hér uppi í tvær vikur, í London sem er nú þegar troðfull. Og réttarritar- inn væri önnum kafinn af þessum skrípalátum sem skaðaði og tefði nauðsynlega vinnu í réttinum.“ Þegar hann ræddi mannfall í stríðinu árið 1942 sagði hann: „Aðeins trúin á líf eftir dauðann í betri heimi þar sem ástvinir hittast aftur — aðeins það og taktfast tif tímans geta veitt hugg- un.“ Árið 1943 talaði hann við námuverkamenn og sagði; „Ég hef það stundum sterklega á tilfinningunni og mig langar að leggja áherslu á að mér finnst eins og einhver verndari skipti 47

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.