Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 8

Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 8
Undarleg atburðarás MORGUNN Sumarið 1989 var svo komið að mér fannst ekki lengur stætt á því annað en segja opinberlega frá einhverjum þessara undarlegu atburða, sérstaklega vegna þess að mér fannst vera þrýst á núg að gera það og einnig vegna þess að verið getur að það varði líf eða dauða margra einstaklinga ef þær upplýsingar sem hér verður sagt frá eru réttar. Ég skrifaði því grein um þessa undarlegu atburði í tímaritið „Ganglera" haustið 1989. Grein sú sem hér birtist er að hluta til sú sama, en ræðir auk þess nokkra „undarlega atburði” sem orðið hafa síðan greinin í Ganglera var skrifuð. Það mun hafa verið sumarið 1981 að sending barst mér frá ókunnum aðila. Þetta var ljósrit úr amerísku tímariti, Health- view Newsletter, af viðtali við mann að nafni Jason Winters, sem taldi sig hafa læknað sjálfan sig af banvænu krabba- meini með því að drekka seyði af nokkrum jurtum, sem hann nafngreindi allar nema eina. Daginn sem mér barst ljósritið hafði ég mikið að gera og gat því ekki lesið viðtalið, sem var nokkuð langt, nema að hluta. Mér virtist við fyrstu sýn að hér kynni að vera um athyglisverðar upplýsingar að ræða og ákvað að lesa viðtal- ið orð fyrir orð eins fljótt og ég gæti. Daginn eftir átti ég erindi upp á Ártúnshöfða og í bakaleið- inni ákvað ég að koma við í Bílanausti, sem þá var við Síðumúla, til að kaupa ljósasamloku í bflinn sem ég var á. Er ég var búinn að kaupa samlokuna og var að ganga út kallaði einhver á mig innan úr búðinni og bað mig að koma aftur inn. Þar heilsaði mér ókunnugur maður og kynnti sig sem Anton Angantýsson, verslunarstjóra í búðinni. Hann bað mig að koma inn á skrifstofu á bak við og ræða þar við sig. Þegar við vorum sestir, sneri hann sér beint að efninu og sagði: „Getur þú kennt mér einhver ráð til að lækna krabba- mein?'' Spurningin kom flatt upp á rnig, en um leið minntist ég ljósritanna sem ég fékk daginn áður og svaraði að bragði: „Þú spyrð undarlega, en þó er það e.t.v. ennþá undarlegra að það er möguleiki á því að ég geti hjálpað þér." Síðan sagði ég honum frá ljósritunum og lofaði að gefa honum afrit af þeim daginn eftir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.