Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 10

Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 10
Undarleg atburðarás MORGUNN Stefán og Erlingur, fóru síðan að nota þessa jurt við krabba- meinslækningar og náðu stundum undraverðum árangri." Lengra náði viðtalið í Lesbók Morgunblaðsins ekki. „Eg fór nú að kynna mér hvort Stefán væri enn á lífi", heldur Anton nú áfram „og komst að því að hann var látinn fyrir nokkru og einnig Erlingur bróðir hans. Eftir ýmsum krókaleiðum, þar sem mér fannst stundum eins og ég væri leiddur af einhverjum ósýnilegum hjálpanda, komst ég að því að Asta, dóttir Erlings, var á lífi og hélt áfram starfi föður síns. Eg setti mig í samþand við hana og hún kannaðist við jurtina sem Stefán nefndi í viðtalinu. Hún bjó til fyrir mig seyði af henni og nokkrum fleiri jurtum, sem hún notar með, og nú er vinur minn farinn að drekka þetta seyði og virðist vera heldur að hressast. En samt. - Einhvern veginn fannst mér að þetta væri ekki alveg nægilegt. Sú hugsun sækir á mig að örlítið meira þurfi til að lækna vin minn. - Og ég veit, innst inni, að lausnin er við bæjardyrnar og kannski erum við núna rétt í þessu að höndla hana. í gærmorgun, þegar ég var að fara út í bílinn í vinnuna, talaði til mín rödd sem sagði: „Nú færðu svarið í dag" og þegar þú komst inn í búðina, eins og þú manst í gær, þá kom þessi sama rödd aftur og sagði: „Þennan mann átt þú að tala við." Þess vegna spurði ég þig þessarar undarlegu spurningar og e.t.v. hef ég fengið svarið sem ég hef svo lengi verið að vonast eftir." Tekið skal fram að við Anton höfðum aldrei áður sést og vissum hvorugur um nafn hins eða nein önnur deili. Eg skrifaði til Bandaríkjanna og fékk sendan í pósti mán- aðarskammt af jurtablöndu Jason Winters. Vinur Antons notaði hana, ásamt jurtaseyði Ástu Erlingsdóttur. Hann fór að hressast og gat farið að vinna skömmu síðar. Eg gerði svo ítrekaðar tilraunir til að panta meira en fékk ekkert svar. Þannig gekk í meira en heilt ár, en þá fékk ég loks bréf frá fyrirtæki í Kaliforníu, sem sagðist framleiða jurtateið með leyfi Jason Winters. Jason hafði verið kærður fyrir skottulækningar og óleyfilega framleiðslu á jurtatei sínu og framleiðslan hafði því lagst niður um tíma. Reglur voru rýmri í Kaliforníu og því mátti framleiða það þar en ekki á austurströnd Bandaríkjanna. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.