Morgunn


Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 17

Morgunn - 01.06.1990, Blaðsíða 17
MORGUNN Undarleg atburðarás fund og hún ætli að bjóða mér einkafund daginn eftir, ef ég hafi tíma til þess. Þessi fundur var svo haldinn og sátu hann, auk mín og miðilsins, ein hjón sem við þekktum bæði. Á fundinum sem var hljóðritaður, kom fram indverskur læknir sem nefndi sig Alexander. Hann sagði að við værum algerlega á réttri braut varðandi krabbameinslækningar og sérstaklega taldi hann að lúpínurót væri mikilvægt krabbameinslyf, „sennilega það besta sem til er," eins og hann orðaði það. Hann benti á eina útlenda jurt, sem nota mætti til viðbótar í sumurn tilfellum, en að öðru leyti væri meðferð okkar óaðfinnanleg, að hans mati. Hann sagði okkur nákvæmlega hvernig með- höndla ætti rótina og hvað ætti að sjóða hana lengi. I ljós kom að það var í öllum atriðum eins og ég hafði gert. Engu var líkara en hann hefði horft á mig á meðan ég var að matreiða rótina. Svo nákvæm var lýsingin. Óþarfi er að geta þess að ég hafði ekki sagt neinu af þessu fólki hvernig ég meðhöndlaði rótina og líkast til hefur eng- inn nema ég sjálfur vitað það í smáatriðum. Teningnum kastað Veturinn 1988-89 byrjaði ég að prófa jurtalyfið sem ég hafði fengið uppskrift að eftir ýmsum dulrænum leiðum, eins og áður hefur verið skýrt frá. Lesendur verða að gera sér ljóst að það er ekkert smámál að fara að gera tilraunir með nýtt krabbameinslyf, jafnvel þó að það væri fengið eftir venjulegum vísindalegum leið- um. Hvað má þá segja ef uppskriftin er fenginí gegnum jafn umdeilda heimild eins og miðilssambönd eru í huga margra. Ég mátti búast við háði og spotti frá sumum. Aðrir myndu telj a mig vera eitthvað bilaðan í kollinum. Hvernig færi fyrir mér ef einhver veiktist og dæi af lyfinu. Var yfirleitt nokkur heil brú í því að taka þá áhættu sem var því samfara að fara að prófa þessa jurtablöndu þó að einhverjir sem sögðu sig vera framliðna einstaklinga fullyrtu að hún læknaði 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.