Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Side 26

Morgunn - 01.06.1991, Side 26
Mér var stýrt í þetta starf MORGUNN hann í afmælisgjöf. Þá sagði hann: Þá á enginn að fá hann frá henni nema þú. Ef hún vill hann ekki einhverra hluta vegna ert þú næst. Þú átt að eiga hann. Þetta er þinn hlutur." Ég á þessa styttu enn. Maður með kyndil Ég hef upplifað það að vera brennd. Ég var kornung sett á bálköst. Stór maður með kyndil ætlaði að kveikja í, því hann vildi fá að vita hvar móðir mín væri. Hann sagði: „Þú segir okkur það!” Hún hafði sent mig út í skóg til að finna einhverjar ákveðnar jurtir, því að hún bjó til lyf úr þeim og hafði til dæmis grætt fætur á hermenn. Um leið og maðurinn ætlaði að kveikja í mér fannst mér ég hrækja á hann og segja: „Þú getur brennt á mér skrokk- inn en þú nærð aldrei sálinni!'' Skotin í Ameríku Mér finnst ég hafa upplifað það að vera skotin. Það var í Ameríku. Ég var ung stúlka. Það vildi þannig til að ég gekk fram fyrir þegar átti að skjóta rnann, gáði ekki að því að ég mundi verða fyrir skotinu, fékk það auðvitað í mig og dó á staðnum. Þegar é^ kom til New Orleans í fyrsta skipti kannaðist ég við mig. Ég var með tveim vinkonum mínum og ég vísaði þeim á ákveðið svæði þarna sem ekkert væri á. Þar hefði ég verið skotin. Þá lentum við á bókasafni. En þetta var sanrt alveg hárrétt, - bókasafnið hafði verið byggt eftir þennan tíma. Mér fannst þetta hafa gerst milli 1700 og 1800. * A sleða í Rússlandi Minningar mínar úr fyrri lífum hafa oftast kornið í rnynd- um. Þegar ég var lítil stelpa, svona 8-9 ára og heyrði ákveð- 24

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.