Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 12
MORGUNN Ef að er gáð kemur líklega í ljós að kristindómurinn á sjálfur mikilvægan þátt í að svipta trúarbrögðin gildi sínu; hann er, eins og einn franskur fræðimaður kemst að orði, trú sem leiðir burtu frá trúarbrögðunum. Hann á að geta frelsað fólk undan oki hleypidóma og forneskju allra hefðbundinna trúarbragða með því að tefla fram Kristi sem ímynd hins fullkomlega frjálsa manns sem stendur einn andspænis öllum heiminum. Þess vegna á kristindómurinn sennilega meiri framtíð fyrir sér en nokkur önnur trú; vera má að hann lifi með einum eða öðr- um hætti eftir að trúarbrögðin eru endanlega úr sögunni. Síðar í þessu erindi mun ég gera grein fyrir því hvemig ég tel að eig- inleg kristin trú geti lifað - laus úr viðjum hefðbundinna trúar- bragða - en ég vil vekja eftirtekt á greinarmun sem ég hef gert hér á trúarbrögðum og trú. Með trúarbrögðum á ég við kerfi hugmynda, skoðana og siða sem tengjast ákveðnum stofnun- um samfélagsins, en með trú á ég við huglæga afstöðu fólks til æðri máttarvalda. Þessar hugmyndir um að kristindómur sem hefðbundin trú- arbrögð sé liðinn undir lok er fjarri því að vera nýmæli. Á síð- ustu tveimur öldum hefur því oft verið haldið fram að kristin- dómurinn heyri sögunni til sem trúarbrögð og að hann eigi ein- göngu erindi við alla menn sem siðferðilegur boðskapur; kjami kristninnar sé siðferðilegt fordæmi Krists, gagnrýni hans á spillingu manna og sú hugarfarsræktun sem hann vill brýna okkur til ásamt þeirri kenningu að hver manneskja sé óendanlega dýrmæt í augum Guðs: manneskjan sjálf sé heilög. Af þessu leiðir meðal annars að kristindómurinn flytur hið heilaga frá veruleikanum utan mannheims inn í hinn mennska veruleika sjálfan. Þar með verður til skilyrðislaus krafa um virðingu fyrir manneskjunni og réttindum hennar, krafa sem lifir í guðlausu þjóðfélagi nútímans óháð hinum kristnu trúar- brögðum. Jafnframt gerir kristin kenning þá kröfu til mann- eskjunnar að hún standi skil gerða sinna gagnvart skapara sín- um: hún sé sjálfstæð, ábyrg og skapandi vera sem lúti ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.