Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 35

Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 35
MORGUNN einmitt áherslu á að það er Guð sjálfur sem sér þeim fyrir daglegu brauði og að þeir eru ekki upp á mannlegar áætlanir eða skipulag komnir. Allt þeirra ráð er frá Guði en ekki mönnum og skipulagsleysið er stundum jafnvel notað til að sýna fram á óyggjandi og yfimátturuleg inngrip Guðs í líf manna. Haraldur heldur fram fyrirmynd Krists sem er óflekkuð af heimsins gæðum og gögnum. Hann boðar eftirfarandi við föstuhugleiðingu í Tilraunafélaginu 28. janúar 1906: Eg held að í uppeldinu ætti að leggja mikla stund á það, að reyna að kenna hverjum ungling að standa sem óháðastur í efnalegu tilliti. En það dylst mér eigi, að því marki verður aftur ekki náð nema með því móti að gjöra menn óháðari heims- gæðunum en nú er alment um oss. Líka í þessu efni getum vér lært mikið af meistaranum. Vér látum of mikið eftir oss, venjum oss á of mikið hóglífi, fyrir því þurfum vér svo mikið til að framfleyta lífinu. Væri sparsemin meiri, nautnaþráin minni, mundu heimsgæðin ekki fjötra oss eins og þau nú gera. Haraldur talaði um að opinberanir spíritismans ættu að leiða félagsmenn til trúarlegs afturhvarfs sem á að hafa bein áhrif á lífsviðhorf og breytni manna. Þarna er hann á sama máli og stjórnandi fundanna, andinn Konráð Gíslason. Trúarlegt inntak spíritismans og guðfrœði Haralds Opinberanirnar að handan og inngrip andanna í fundina hleyptu lífi og krafti í helgistundirnar í Tilraunafélaginu og gerðu þær meira spennandi en hefðbundið guðsþjónustufonn kirkjunnar bauð upp á. En þó svo að guðsþjónustur hafi farið fram í Tilraunafélaginu með bænum, blessunum og predik- unum var ekki mikið lagt upp úr sjálfum helgisiðunum. Þeir voru aðeins ramminn utan um hin dásamlegu fyrirbrigði sem 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.