Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 40
megna að veita þeim neina hjálp, sem komast út á þessa efasemdabraut, sem hann lenti út á. Gerum oss fulla grein fyrir því, hve sárt þeir oft hljóta að finna til og hve dapurlegt lífið oft er þeim, sem ekki geta einu sinni í þrautum lífsins hvílt hugann við þá sannfæring, að tilveran hljóti að vera góð og eilíf gæzka sé á leið með alt til fullkomnunar. í boðun Haralds fer meir og meir að bera á því að hann greinir hinn sanna kristindóm frá kirkjukenningum og er hann þar á sömu línu og frjálslynda guðfræðin var. Samkvæmt þeirri aðgreiningu sem hann gerir hafa kirkjukenningar tekið mið af annarlegum sjónarmiðum og hverskonar “mannaþrælkun” og jafnvel kenningum og viðhorfum úr heiðni. Þær skyggja þess vegna á hina upprunalegu og eiginlegu kenningu Krists. Hann beitir biblíuþekkingu sinni iðulega til þess að sýna fram á þetta og gerir þá t.d. greinarmun á kenningu Krists og kenningu Páls og er þá ekki í vafa um hverjum eigi að fylgja. Árið 1909 flytur hann eftirfarandi boðskap yfir söfnuði sínum í dómkirkjunni: Kirkja og kristindómur getur verið hið sama, en það er ekki ætíð það sama og fer ekki altaf saman þótt það ætti að fara saman. Kirkjan hefur gert margt sem er gersamlega andstætt Krists anda og Krists kenning... Stundum er kvartað undan því að kirkjan verði fyrir árásum og illgjörnum dómum. Og það er eðlilegt, að menn séu viðkvæmir fyrir slíku. En mönnum hættir svo oft við að skoða það allt sem árásir á kristindóminn sjálfan. En oft er það sprottið af óljósri og sárri tilfinning fyrir því, að kirkjan hefir svo illa rekið erindi Krists, hún hefir gert svo lítið af því að koma dýrðlegustu sögunni [um týnda soninn] í framkvæmd. Ef vér ættum að benda á, hvar kristindóminn væri að finna nú á dögum, þá hygg ég naumast réttast að benda á neina sérstaka kirkjudeild, heldur á þá menn og félög, sem eru að koma 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.