Morgunn


Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunn - 01.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNN sögunni um hinn glataða son á alveg sérstakan hátt í fram- kvæmd. Ég hygg réttast að benda á þá, sem eru að leita uppi þá, sem dýpst eru fallnir í synd og eymd og fá þá til að snúa aftur til guðs.”4 Hér er kirkjuskilningurinn orðinn nokkuð rúmur miðað við það sem áður mátti merkja hjá Haraldi. Hann er vart fastbundinn einni ákveðinni kirkjudeild þegar um það er að ræða að túlka trúarsannindin og því síður þegar um það er að ræða að koma þeim í framkvæmd í daglega lífinu. Þá leitar hann út fyrir kirkjustofnanir og staðnæmist við mannúðarfélög sem að vísu starfa í anda kristins kærleika. Hér er líklegt að Haraldur byggi á reynslu sinni og kynnum af lágkirkjulegum félagsskap svo sem KFUM og kristilegum stúdentasamtökum og ef til vill á enskum fríkirkjuhreyfingum. Einnig hefur starf hans í Góðtemplarareglunni og sá árangur sem sá félagskapur náði á þessum árum í baráttu sinni gegn drykkjuskap orðið honum hugstæður og e.t.v. talandi dæmi um árangur sem hefðbundnar kirkjustofnanir ekki gátu sýnt fram á — sem sagt komið hreyfingu á hugarfar manna og umskapað þá og valdið sinnaskiptum í lífi þeirra og leitt þá til nýs og betra lífemis. Að kristindómurinn ætti að sýna sig í breytni manna var alltaf mikið áhersluatriði í predikun Haralds alveg frá upphafi og ekki síður þegar hann fór að draga lærdóm af spíritismanum. Lifandi kristindómur sýndi sig í kærleika til nánungans og viðleitni til fullkomnara lífemis. Þessi boðun er eins og rauður þráður gegnum predikunarstarf Haralds frá upphafi. Það var viðhorf frjálslyndu guðfræðinnar sem lá að baki neikvæðu viðhorfi hans til kirkjukenninga og formlegra helgisiða en spíritisminn herti enn frekar á þessari áherslu í boðun Haralds. Þetta kemur beinast fram hiá honum í ræðu frá 1913. „Vitanlega hefur kraftaverkið gerst samkvæmt ákveðnu, 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.