Útvarpstíðindi - 27.03.1939, Page 14

Útvarpstíðindi - 27.03.1939, Page 14
ÚTVARPSTÍÐINDI ____________ = »Egmont«. (Frh.) hertoginn af Alba lét ekki cleigan siga. Hann lét taka Egmont af lífi, ásamt öðrum föðurlandsvini, Hoorn að nafni. Athöfn sú fór fram á torgi í Bruxelle,s árið 1568. Það verður ekki sagt, að Goethe í leikriti sínu fari nákvæmt. eftir hin- um sögulega þræði. Ilann notfærir sér fullkomlega sitt skáldlega frelsi. Sem dæmi um þetta má nefna, að sá rétti Egmont elskaði ekki (svo vitað sé!) neina litla og -indæla borgara- dóttur að nafni Klárchen, eins og Goethe lætur hann gera. Aftur á móti var hann giftur hertogafrúnni af Bayern og auk þess 11 barna fað- ir. En það hefur Egmont sögunnar sameiginlegt með Egmont leikritsins, að hann var glsesilegur karlmennsku maður, virtur og eiskaður, og hafði til að bera hina innilegu bjartsýni, sem laðaði alla og hreif, sem umgeng- ust hann. Brennipunktar leiksins eru sam- tölin milli Egmonts og Vilhjálms af Oraniu, og Egmonts og Ki,öru. Vænta má að flutningur leiksins takist, vel, því Þ. ö. Stephensen sér um íramsetninguna. Ég bið heiðraða lesendur afsökun- ar á,, að ekki er hægt að birta hér leikendaskrá, ,sem sýni hverjir fara með hin ýmsu hlutverk. Hefði þessa þó verið hin fyllsta þörf, einkum vegna þess, hve mörg hlutverkin eru. En það verður að segjast eins og er, að þegar blaðið fór í pren.tun var enn ekki búið að ákveða, hverjir tæku að sér liin einstöku hlutverk. K. F. Persónur leikritsins eru m. a. þese- ar: 1. Margrét af Parma, systir Filips II. Hún er drottning Niðurlanda. 2. Egmont greifi, prins af Gavre. 3. Vilhjálmur af Óraníu. 4. Hertoginn, af Alba. 5. Ferdinant, óskilgetinn sonur her- togans af Alba. 6. Machiaveili, ritari Margrétar. 7. Ríkharður, einkaritari Egmonts. 8. Silva. 9. Gomez. 10. Klarchen. 11. Móðir hennar. o. fl. Barnatíminn. (Frh.) Annar viðkomustaður á leið okkar til Kína er eyjan Ceylon, sem stund- um cr kölluð perian á enni Indlands, af því hvað þar er fallegt. En þar er líka heimkynni fílanna. Á myndinni er einn þeirra. Jón gengur á eftir honum, en Signý er reidd á baki hans. Þessi fíll er svo vel taminn, að hann leggst niður, ef honum er sagt þaö, t. d. þegar menn þurfa að komast á bak honum. (Þið munuð sakna þess, að í honum sjáið þið engar tennur. Þær hafa verið teknar úr honum, svo þær meiði engan, vegna þess að hann er notaður til skemmtunar). Þegar komið er til Kína (í hugan- um), mun frú Oddný Sen segja ykk- ur ofurlítið frá landinu. E. t. v. líka eitthvað frá kínversku börnunum. — Svo mun hún segja ykkur eina eða tvær sögur. 374

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.