Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 2
Bretasögur. Daginn sem brezka setuliðið steig hér á land í vor, var það eitt þess fyrsta verk að handtaka alla Þjóðverja, sem til náð- ist. Nokkrir Þjóðverjar (sennilega mest skipbrotsmenn af Bahia Blanca) héldu þá til á Hótel Heklu og urðu þeir snemma morguns fyrir barðinu á Bretunum, sem rifu þá upp úr værum svefni, stilltu þeim upp í röð frammi á -gangi og héldu nökt- um byssusting að brjósti hvers þeirra. Þjóni einum á Heklu hafði líkað hálf- illa við Þjóðverjana, þótt þeir frekir og m. a. leiðzt alveg sérstaklega, að þeir skyldu alltaf vera að öskra „Heil Hitler" í tíma og ótíma — að honum fannst. Þjónstetrið kom nú þarna að og sá, að þrengd- ur var kostur Þjóðverjanna. Líkaði hon- um það vel og sagði hárri röddu þeim til storkunar: „Segið nú „Heil Hitler", helvít- in ykkar!" Englendingarnir skildu ekki skensið, en heyrðu greinilega, að maður- inn sagði: „Heil Hitler", og héldu, að hann væri með því að hæða sig, þrifu til hans og stilltu honum upp í raðir þeirra þýzku og ráku byssusting að nefi hans. Síðan var hann fluttur niður á bryggju, en þar skildi íslenzka lögreglan sauð frá höfrum. Stuttu eftir að brezka setuliðið hafði slegið tjöldum á melunum milli Reykjavík- ur og Skerjafjarðar, hélt þangað drengur sex ára að aldri í þeim tilgangi að hafa fé af Bretunum — eftir því sem hann siðar sagði frá. Hann hafði komizt yfir tvær hundabyss- ur og hugðist nú að neyta vopna úr því vopnaburður var hafinn í landinu á ann- að borð. Mjög íbygginn gekk hann milli herbúðanna með sína hendina á hvorri hvellbyssu í vösunum. Honum þótti ekki árennilegt að leggja til atlögu við náung- ana með rifflana, en tók fljótt eftir því, að sumir voru vopnlausir, utan hvað þeir höfðu grönn og meinleysisleg smáprik í hönd sér (en svo búnir eru vissir yfirmenn brezka hersins). Strákur læddist nú um, ÚTVARPSTÍÐINDI koma út vikulega atS vetrinum, 28 tölubl. 16 blaSsíSur hvert. 3. árgangur kostar kr. 7.50 til áskrifenda og greiSist fyrir- fram. í lausasölu kostar heftið 35 aura. Ritstjóri og abyrgSarmaSur: KRISTJÁN FRIÐRIKSSON BergstaSastr. 48. - Sími 5046 l' l^.-I.MKli: H/f. Illiisl.-Milliliii. ísafoldarprentsmiSja h/f. þar til hann komst að tveimur slíkum vopn- lausum náungum einhversstaðar dálítið af- síðis. Hann vindur sér þá að þeim og bein- ir sinni byssunni að hvorum þeirra og æp- ir af þjósti miklum: „Money! money!" (Peninga! peninga!). Foringjarnir skildu ekki í fyrstu hverju þetta sætti, en þegar þeim varð tilgangur snáðans ljós, skelli- hlógu þeir og gáfu honum sinn skildinginn hvor fyrir skemmtunina — en við þeim tók strákur hálf dræmt, því að hann var móðgaður yfir því, hvað Bretarnir voru kaldrifjaðir gagnvart vopnum hans. Sagt er, að sumar þær stúlkur í Reykja- vík, sem umgengizt hafa brezka herliðið, séu lítt kunnandi í enskri tungu. Hefur ýmsum getum verið að því leitt, hvaða mál þær mundu tala við hermennina. Nýlega fann einhver út, að þær mundu notast við „rúm-ensku". Englendingur nokkur arfleiddi tvo landa sína og einn Skota að öllum eigum sínum með því skilyrði, að þeir legðu hver um sig 5 sterlingspund í kistu hans. Nú deyr' Eng- lendingurinn, og erfingjarnir mæta allir, þegar hann er kistulagður. Leggja Englend- ingarnir þegar sinn 5-punda-seðilinn hvor í kistu hins látna, en Skotinn tekur upp ávís- anahefti og skrifar ávisun á inneign í við- skiptabanka sínum, að upphæð £ 15. Leggur síðan ávísunina í kistu hins framliðna, en tekur 5-punda-seðlana og stingur í vasa sinn. Lag á nótum kemur í næsta blaði.i ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.