Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 4
Heiðraðir kaupendur Utvarpstáðinda. Oss þykir leitt að verða að til- kynna yður, að ókleift hefur reynzt að komast hjá því að hækka verð blaðsins um 2 kr. — tvœr k}rón- ur —, þriðji árgangur kostar því kr. 7,50. — Vœntum vér þess fast- lega, að kaupendur mætí þessu með skilningi og velvilja, með því að öllum má augljóst vera, að ekki var unnt að halda útgáfunni áfram með sama verði á blaðinu vegna þess, hve allt, sem til útgáfunnar þarf, hefur hœkkað stórkostlega í verði. 21.15 „Minnisverð tíðindi" (Axel Thor- steinsson). , 21.35 Hljómplötur: Andleg tónlist. 21.50 Fréttir. Föstudagur 1. nóvember. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Lög leikin á Havaja- gítar. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Lafransdótt- ir", eftir Sigr. Undset. 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvarte^t nr. 13, C-dúr, eftir Mozart. 21.15 Erindi: Frá Vinarborg til Versala, II: Blóð og járn (Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur). 21.50 Fréttir. Laugardagur 2. nóvember. 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Kórsöngvar. 20.30 Leikrit: „Eftir öll þessi ár", eftir Joe Corrie (Valur Gíslason, Alda Möller, Alfreð Andrésson, Brynjólfur Jó- hannesson, Emilía Borg). 21.05 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 21.25 Danslög. (21.50 Fréttir). 24.00 Dagskrárlok. Það, sem mestan þátt á í því, að ekki er hægt að komast af með minni hækkun á blaðgjaldinu, er hin stórfellda verðhækkun á papp- ír. Sést þetta gleggst af því, að t. d. eitt rís af pappír var fáanlegt fyrir 8 til 10 krónur haustið 1938, þegar Útvarpstíðindi hófu göngu sína, en kostar nú 30 til 35 krónur. Jafnframt því, sem vér tilkynn- um þessa verðhækkun yfirstand- andi árgangs, viljum vér taka fram, að verð blaðsins verður 1 æ k k a ð a f t u r, strax og ástæður leyfa — eða að öðrum kosti verður blaðið stækkað og fullkomnað. Verðhækkun þessa eina árgangs um tvær krónur vonum vér því að þurfi ekki að verða til þess að þeir, sem þegar eru áskrifendur, láti sig vanta þennan árgang inn í. Ef hins vegar einhverjir væru, sem ekki sæu sér fært að halda áfram að vera áskrifendur, væri nauðsynlegt að þeir tilkynntu það sem fyrst. Búast má við, að samkvæmis- og skemmtanalíf komandi vetrar verði dauflegra og fábreyttara en verið hefur. Ætla má, að menn noti því útvarp meira en endranær, þann veitanda fræðslu og skemmtana, sem öll þjóðin á sameiginlega og flestir eiga greiðan gang að. Væntum vér, að Utvarpstíðindi geti á komandi vetri verið áhuga- sömum útvarpshlustendum nokkur hjálp við að njóta útvarpsfræðsl- unnar og þeirra skemmtana, sem það hefur að bjóða, enda munum vér gera oss allt far um að vanda efni blaðsins sem mest. priðji árg. Utvt. mun flytja 4—6 ný danslög og nokkur sönglög á nótum. ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.