Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Side 5

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Side 5
. . . ætlum að reyna að hafa dagskrána skemmti- lega í vetur, svo að unga fólkið uni heima — — Hvaða breytingar eru væntan- legar á þeirri vetrardagskrá, sem nú er að hefjast — borið saman við það, sem var s.l. vetur? — Ekki hafa enn verið teknar ákvarðanir um verulegar breyting- ar, en mikið hefur verið um það rætt að þörf væri á að gera dag- skrána sem f jölbreyttasta og skemmtilegasta, ekki sízt með hlið- sjón af því ,,ástandi“, sem nú er hér í landinu — og sem mun gera það að verkum, að minna verður um almennar skemmtanir í vetur og fólk því venju fremur halda sig heima við. — Og útvarpsráðinu er ljóst, að það væri æskilegt, að dag- skrá útvarpsins gæti að einhverju leyti bætt fólki upp þessa lífsvenju- breytingu — og með því stuðlað að því, að einkum unga fólkið yrði heimakærara en verið hefur. —Hafið þið nokkuð sérstakt í hyggju til að ná þessum tilgangi? — Ég held, að of snemmt sé að ræða það í einstökum atriðum. Þó mætti nefna, að meira mun verða af einrödduðum söng en hingað til. í sérstökum söngtímum, sem við höfum nefnt: ,,Takið undir“, er ætl- azt til þess, að fólk almennt syngi með útvarpinu — og verða lögin valin í samræmi við það. I sænsk- um útvarpstíðindum, sem bárust hingað í gær, var ávarp frá sænska útvarpinu til þjóðarinnar um þad að nota söngtíma útvarpsins vel og taka undir með útvarpinu og syngja sig frá dapurleika þeirra tíma, sem við lifum á. Er það all athyglisvert, að þannig skuli hið sama koma fram í þessum tveim löndum samtímis, án þess að samband sé á millj. Þess- ÚTVARPSTÍÐINDI segir formaður útvarpsráðs. ir söngtímar í Ríkisútvarpinu munu hefjast á miðvikud. 23. okt. undir stjórn Páls ísólfssonar. (Smbr. um- sögn P. í. á öðrum stað.) Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að ræða nánar einstaka liði. Um dagskrá útvarpsins fer vitanlega á hverjum tíma eftir því, hvernig það fólk, sem fram kemur í útvarpinu, leysir störf sín af hendi, og því er ekki að neita, að í þessu efni er mik- ill skortur á hæfu fólki og kemur þar vitanlega til greina fámenni okkar. T. d. eru allt of fáir menn hér, sem eru góðir upplesarar eða flytja erindi svo, að boðlegt megi teljast. Við höfum allt of fáa ein- söngvara, sem eiga nokkrum veru- legum vinsældum að fagna hjá al- menningi. Okkur skortir rithöfunda, sem hafa lag á að semja gamansöm og létt leikrit við hæfi útvarpsins. Margir finna hjá sér köllun til að fást við leikritagerð í þessu skyni, en sá útvaldi virðist enn ekki hafa verið meðal þeirra. — Hvað er um útvarpssöguna að segja? — Það hefur komið til orða að hafa útvarpssöguna oftar í viku en verið hefur — jafnvel á hverjum degi, en þá ekki nema 15 mínútur í senn. En um þetta hef- ur enn ekki reynzt unnt að taka fullnaðarákvörðun. — Hvað um daginn og veginn? — Fjórir til fimm menn munu skipta þeim þætti á milli sín fyrst um sinn, þ. á m. Sig. Einarsson dó- sent, Valtýr Stefánsson ritstjóri, Pálmi Hannesson rektor og Árni Jónsson frá Múla. 5

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.